Snúiđ viđureignar - satt best ađ segja

Lćgđin sem valda mun hvassviđri á landinu í nótt og fram eftir degi á morgun (fimmtudag 21.febrúar) veldur ekki sérlegum heilabrotum. Hún er stór og mikil - farin ađ grynnast aftur - en gengur heiđarlega til verks. Ţađ er reyndar alltaf dálítil spurning hversu hvasst verđur og hversu áköf úrkoman verđur - en í ađalatriđi eru flest skýr í tölvuspám. 

Annađ mál er međ lćgđ sem koma á ađ landinu á föstudaginn. Hún er síđur en svo skýr - og spár virđast enn ekki vita hvađ gerast muni. Hin almenna tilhneiging hefur ţó veriđ sú ađ gera minna og minna úr henni. Líkan bandarísku veđurstofunnar hefur ákveđiđ ađ taka af skariđ og láta hana einfaldlega gufa upp ađ mestu. Ţađ sjáum viđ á spákorti hennar sem gildir kl.18 síđdegis á föstudag.

w-blogg200219b

Ţađ er laugardagslćgđin sem er mest áberandi á kortinu - ţađ eina sem er eftir af ţví sem átti ađ verđa föstudagsillviđri er smálćgđ - afskaplega veigalítil - austan viđ land. 

Spákort evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gildir á nákvćmlega sama tíma er töluvert öđru vísi - ţađ sýnir ađeins minna svćđi.

w-blogg200219a

Hér er nokkuđ kröpp lćgđ yfir Faxaflóa - mjög hvöss suđvestanátt undan Suđurlandi og jafnvel inni á ţví. Laugardagslćgđin er hins vegar á svipuđum slóđum og í bandarísku spánni. Áframhaldiđ hjá reiknimiđstöđinni er svo ţađ ađ lćgđin grynnist mjög ört og verđi meira og minna úr sögunni úti af Vestfjörđum upp úr miđnćtti á föstudagskvöld. 

Harmonie-spár íslensku og dönsku veđurstofanna er auđvitađ ţrćll evrópureiknimiđstöđvarinnar, viđ sjáum íslensku spána hér ađ neđan - gildir á sama tíma.

w-blogg200219c

Lćgđarmiđjan er á svipuđum stađ, en viđ sjáum mjög ţéttar jafnţrýstilínur sunnan viđ lćgđarmiđjuna - heldur óţćgilegt satt best ađ segja.

En ţetta dćmi ćtti ađ sýna vel hversu erfitt ţađ getur veriđ er fyrir lćgđir ađ fá ađra í bakiđ. Veđurreyndin hefur veriđ góđ í vetur. Ţađ hefur yfirleitt orđiđ minna úr veđrum heldur en ástćđa hefur veriđ ađ óttast. Skyldi fara ţannig nú? 

En ţetta er ađ vissu leyti nútímalúxusvandamál - finnst okkur sem eru ađ komast á afsláttaraldur - fyrir 40 árum hefđi mađur ekki haft sérstakar áhyggjur í stöđu sem ţessari vegna ţess ađ hún er í meir en tveggja sólarhringa fjarlćgđ - á ţeim tíma sást sjaldnast svo langt fram í tímann og (nćr) allar spár jafnóöruggar. Nú er hins vegar krafa um ađ 48 stunda spár séu nćr alltaf í lagi - dćmi eins og ţetta eru farin ađ búa til óróa í hugum spámanna. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg141124ii
  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124a
  • w-blogg141124i

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 34
  • Sl. sólarhring: 429
  • Sl. viku: 2396
  • Frá upphafi: 2410698

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2111
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband