Veðurathuganir á Skálum á Langanesi

Af einhverjum ástæðum hafa Skálar á Langanesi nú verið nefndir oftar nærri eyrum ritstjóra hungurdiska en um langa hríð. Enginn hefur þó á það minnst að þar voru gerðar veðurathuganir um tíu ára skeið og veðurskeyti reglulega send til Veðurstofunnar - ýmist 2 eða 3 á degi hverjum. Þetta var nánar tiltekið frá því í maílok 1934 til septemberloka 1944. Athugunarmaður var Þorlákur Árnason. 

Saga veðurathugana á Langanesi er löng, elstu mælingar þar voru gerðar á prestsetrinu á Sauðanesi á árunum 1842 til 1846. Utar á nesinu er bærinn Skoruvík, það nafn muna enn margir úr veðurskeytalestri fyrri tíðar. Þar var athugað á árunum 1931 til 1934 og svo aftur frá 1944 og allt fram til 1977. 

w-blogg160219

Hér má sjá athugasemdir veðurathugunarmanns frá því í október 1934. Þá gerði óvenjulegt norðanillviðri á landinu undir lok mánaðarins með gríðarlegu brimi við strendur Norðurlands alls. Mikið tjón varð í veðrinu. Snjóflóð urðu einnig víða og ollu manntjóni.

Textinn á myndinni er nokkurn veginn svona:

Tíðarfar hefur verið mjög óveðrasamt allan mánuðinn með miklum úrkomum, fyrst rigning og bleytur og síðast í mánuðinum talsverð snjókoma. Slys hafa engin orðið en skemdir af ofviðrinu mikla aðfaranótt 27.þ.m. urðu stórfenglegar á öllu norðanverðu Langanesi, en hér að sunnanverðu á því urðu engar skemdir. Fiskhús bátar og alt er var á óhultum stöðum vegna venjulegs sjávargangs gjöreiðilagðist og er það mál gamalla manna að annað eins brim hafi ekki komið í þeirra minni og mun það vera nálægt 60 árum er elstu menn muna eftir.

Þeir sem hafa áhuga á tölum geta litið á meðalhita einstakra mánaða áranna 1936 til 1944 á Skálum í viðhengi þessa pistils. Tölurnar eru uppfærðar til nútímareiknihátta.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband