Breytilegar spár

Nokkuð hringl er á veðurspám þessa dagana, hlýtt og kalt loft hreyfist í aðalatriðum samsíða til norðnorðausturs suður af landinu og yfir því. Skammt er á milli hlýja loftsins og þess kalda.

w-blogg120219a

Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um stöðuna síðdegis á fimmtudag, 14.febrúar. Eins og sjá má liggja jafnhæðarlínur (heildregnar) og jafnþykktarlínur (litir) nokkurn veginn samsíða í námunda við okkur. Minniháttar misgengi flytur áhrifasvæði hlýinda og kaldara lofts til á afgerandi hátt - slíkt misgengi getur líka valdið því að vindur nær sér á strik um stund. 

Þó reiknilíkön hafi undanfarna daga verið í aðalatriðum rétt, vilja smáatriðin hnikast til frá einni spárunu til annarrar og á milli líkana. Sem stendur er talið líklegt að við verðum oftar á svölu hliðinni - en takið þó eftir því að enginn sérstakur kuldi er á kortinu, ekki einu sinni vestur yfir Kanada.

Lægðin við Nýfundnaland á ekki að breyta stöðunni á afgerandi hátt - en þó er reiknað með því að henni fylgi heldur hlýrra loft en það sem verður yfir okkur á fimmtudaginn - það yrði þá væntanlega á laugardag. 

Svo er í lengri spám alltaf verið að reyna að búa til fyrirstöðuhæðir í námunda við okkur, ýmist vestan eða austan við - en einhvern veginn hefur ekkert teljandi orðið úr slíku til þessa þrátt fyrir stöðuga áraun reiknimiðstöðva. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1930
  • Frá upphafi: 2350799

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1724
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband