Enn af sama kuldapolli

Eins og minnst var á hér á hungurdiskum á dögunum fór þá dálítill kuldapollur yfir landið. Á það var ekki minnst að hann var það sem ritstjórinn hefur kallað þverskorinn (athugið að enginn annar notar þetta hugtak). Slíkir eru oftast illskeyttari en aðrir - en þessi var svo lítilvægur að ritstjóranum fannst ekki taka því að láta þess getið í fyrri umfjöllun. Svo fara að berast lýsingar af illviðri, ófærðarhrakningum og snjóflóðum - það hefði kannski verið ástæða til að minnast á þetta.

w-blogg100219a 

Hér er kort sem er sérhannað til að sjá svona fyrirbrigði. Litirnir sýna hæð 500 hPa flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar) - flöturinn stendur því neðar sem litirnir eru blárri. Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsþrýsting (jafnþrýstilínur). Þetta er staðan síðastliðið föstudagskvöld. Hæð er yfir Grænlandi en djúp lægð við Skotland. Á þrýstikortinu sér litlar misfellur milli hæðar og lægðar - norðaustanbeljandi á mestöllu svæðinu. Í háloftunum er hins vegar dálítil lægð við Ísland suðvestanvert. Austan við hana er sunnanátt í miðju veðrahvolfi - hringrás ólík stöðunni neðar.

Við sjáum jafnþrýstilínurnar liggja þvert í gegnum háloftalægðina - rétt eins og hún sé ekki til. Reynsla sýnir að þetta er varasöm staða á öllum tímum árs, en fyrst og fremst þó að vetrarlagi. Samt hélt ritstjórinn (og hann hefur horft á svona nokkuð árum saman) að þetta væri of lítilvægt kerfi til að hafa bæri sérstaka athygli á því - en hafði (eins og oft áður) rangt fyrir sér. Það var full ástæða til að gefa því áhyggjuaugað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 921
  • Sl. sólarhring: 1112
  • Sl. viku: 3311
  • Frá upphafi: 2426343

Annað

  • Innlit í dag: 820
  • Innlit sl. viku: 2976
  • Gestir í dag: 801
  • IP-tölur í dag: 737

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband