Tveir litlir kuldapollar renna hjá

Nú renna tveir litlir kuldapollar hjá landinu úr norðri og norðaustri. Ekki gætir áhrifa þessa svo mjög við jörð - en það kólnar samt nokkuð og vindsperringur nær sér niður á stöku stað - sérstaklega á aðfaranótt laugardags. 

w-blogg070219a

Kortið sýnir hæð 500 hPa kl.21 annað kvöld, föstudag (heildregnar línur), hita í fletinum (litir) og vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum. Háloftahæð er yfir Grænlandi, þar er hlýrra en umhverfis - lægðin sem olli illviðri á landinu í fyrradag bjó til þessa hæð. Afkomandi hennar veldur á morgun illviðri á Bretlandseyjum, hlýkjarnalægð á kortinu. 

En kuldi úr norðri stingur sér á milli þessara kerfa í líki tveggja lítilla háloftalægða. Örvarnar sýna hreyfingu þeirra frá hádegi í dag. - En flestum er sama.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er fylgst með. Gera einfaldlega ráð fyrir óveðri á þessum tíma og þá þýðir lítið að ana af stað án upplýsinga. Kalda loftið, rakahreyta og hlægjandi logn gætu orðið stórhríð hér austast og norðurum. Spurning hvað verður næst, þegar þessar vinkonur sem þú lýsir hafa gengið hjá.

Sindri Karl Sigurðsson, 8.2.2019 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii
  • w-blogg141124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.11.): 146
  • Sl. sólarhring: 283
  • Sl. viku: 2660
  • Frá upphafi: 2411580

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 2294
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 137

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband