Met - (með smátilslökunum)

Kuldakastinu er kannski ekki alveg lokið - en það hefur alla vega slitnað í sundur. Við getum í því samhengi litið á nokkrar tölur. 

Mesta frost ársins á landinu fram til þessa eru -29,3 stig sem mældust í Svartárkoti. Það er lægsta lágmark sem mælst hefur á sjálfvirkri veðurstöð í byggð í febrúarmánuði - met út af fyrir sig. Mesta frost sem mælst hefur á landinu í febrúar er ekki mikið meira, -30,7 stig sem mældust í Möðrudal 4.febrúar 1980. Mest frost á sjálfvirkri veðurstöð í febrúar mældist í Veiðivatnahrauni 2.febrúar 2008, -30,3 stig. 

Reyndar féll annað byggðarmet mánaðar (á sjálfvirkri stöð) - þegar hámarkshiti sólarhringsins við Mývatn var -18,4 stig þann 3. Landsmetið (mannaðar stöðvar líka) er reyndar aðeins lægra, -21,0 stig, sett í Möðrudal þann 15.febrúar 1987. 

Fáein febrúarlágmarkshitamet féllu á einstökum sjálfvirkum stöðvum. Hér er listi yfir þær sem athugað hafa lengur en tíu ár. Mikið kuldakast gerði í febrúar 2008 og þá var kaldara en nú á flestum athugunarstöðvum sem þá voru starfræktar. 

byrjarmetármándagurnýtt met nafn
1995201923-22,2 Öxnadalsheiði
1996201923-29,0 Mývatn
1997201922-16,7 Korpa
1999201923-24,0 Mývatnsheiði
2003201923-16,1 Reykir í Hrútafirði
2003201923-16,1 Blönduós
2003201923-28,7 Möðrudalur
2003201923-29,3 Svartárkot
2006201923-14,8 Skjaldþingsstaðir
2006201923-20,8 Torfur
2006201922-21,7 Gauksmýri
2007201923-16,5 Fáskrúðsfjörður Ljósaland

Febrúar (og janúarlágmarksmet) voru einnig sett á höfuðborgarsvæðinu í heild. Lítum á tvo lista. Sá fyrri sýnir lægsta hita sem mælst hefur í hverjum mánuði á sjálfvirkum stöðvum höfuðborgarsvæðisins.

nafnárdagurhitistöð
jan201931-20,0Víðidalur
feb20192-21,5Sandskeið
mar19987-17,1Korpa
apr201313-16,2Sandskeið
maí20132-12,9Sandskeið
jún20117-2,8Straumsvík
júl20131-1,2Sandskeið
ágú20132-2,7Sandskeið; líka 7. sama ár
sep201823-8,0Sandskeið
okt200231-10,5Korpa; Hólmsheiði 28. 2008 og Sandskeið 6.2018
nóv201318-19,7Sandskeið
des20135-21,7Sandskeið

Feitletruðu tölurnar toppa líka eldri mánaðarlágmörk á svæðinu - hér að neðan er líka listi yfir þau. Hiti í Víðidal fór lægst í -21,3 stig (nærri því eins neðarlega og á Sandskeiði).

nafnárdagurhitistöð
jan191821-28,0Vífilsstaðir
feb19696-20,7Hólmur
mar19193-23,0Vífilsstaðir; Reykjavík 22. 1881
apr19681-21,2Hólmur
maí19438-11,5Kolviðarhóll
jún19151-3,0Vífilsstaðir
júl198318-1,7Hólmur
ágú196425-3,3Hólmur
sep196930-9,4Hólmur
okt196717-14,4Hólmur
nóv200419-18,4Korpa
des191717-22,0Vífilsstaðir

Minna má á að þann 30.janúar 1971 mældist lágmarkshiti á Hólmi -25,7 stig. Hefði janúar verið 28-daga langur, en febrúar aftur á móti 31 væri nýja metið ekki met. Febrúar er ívið ólíklegri til að fanga lægstu lágmörk heldur en janúar. 

Þegar öllum kuldum er lokið - (eða að öðrum kosti eftir næstu mánaðamót) reiknum við e.t.v. út vísitölur þessa fróðlega kuldakasts og berum saman við önnur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 5
 • Sl. sólarhring: 324
 • Sl. viku: 1845
 • Frá upphafi: 2357238

Annað

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband