3.2.2019 | 21:45
Austanblástur
Við lítum nú á stöðuna á norðurhveli og veljum til þess spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl.18 síðdegis á þriðjudag, 5.febrúar.
Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar. Af þeim má ráða vindátt og vindstyrk í veðrahvolfinu. Þykktin er sýnd í lit, hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Því minni sem hún er því kaldara er loftið. Kvarðinn skýrist nokkuð sé kortið stækkað. Mörk á milli blárra og grænna lita eru sett við 5280 metra, rétt ofan meðallags þessa árstíma hér á landi. Mikil lægð suðvestur af landinu beinir til okkar heldur hlýrra lofti en því sem hefur verið yfir undanfarna viku - en mestu munar samt að töluvert hvassviðri fylgir, sérstaklega um landið sunnanvert og líkur því á að kalda loftið sem legið hefur yfir í neðstu lögum víki undan og blandist upp.
Snjór veldur því hins vegar að hiti verður ekki sérlega hár og um leið og hægir frýs aftur. Lægðin á síðan að mjakast til austurs fyrir sunnan land og líkur taldar á því að næsta bylgja - sem á kortinu er undan austurströnd Bandaríkjanna fari svipaða leið - breyti sem sagt stöðunni ekki í grundvallaratriðum. Sá kostur er við þetta þó að hlýindin sem yfir okkur verða á þriðjudaginn lenda fyrir norðan land og mynda þar dálitla fyrirstöðu gegn mjög alvarlegum kuldaárásum úr norðri. Í svipinn er þó talið líklegt að eitthvað af allköldu lofti læðist að okkur úr norðri austan þessarar smáfyrirstöðu á fimmtudag og föstudag. Kuldatíðinni er því ekki lokið þó eitthvað lini á þriðjudag og miðvikudag og hætt við að nokkuð napurt þyki þegar vindur fer að blása.
Kuldapollurinn Stóri-Boli er að endurskipuleggja sig - ekki mjög öflugur á þessu korti - en það stendur til bóta síðar.
Það vekur nokkra athygli að kalt er við vesturströnd Bandaríkjanna á þessu korti, og er viðlíka stöðu spáð eitthvað áfram. Við höfum eitthvað frétt af rigningum í Kaliforníu, en minna af óvenjulegheitum við Seattle og Vancouver en kuldar eru ekki algengir á þeim slóðum, en kannski fjallgarðurinn mikli hafi varið þessa staði eins og oftast er.
Eins er ekki neinn blíðusvipur á lægðinni yfir Miðjarðarhafi, kuldi í Túnis og Líbýu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 4.2.2019 kl. 01:54 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 917
- Sl. sólarhring: 1110
- Sl. viku: 3307
- Frá upphafi: 2426339
Annað
- Innlit í dag: 817
- Innlit sl. viku: 2973
- Gestir í dag: 799
- IP-tölur í dag: 735
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.