Desember 2018

Nýliðinn desember var hlýr. Meðalhiti í Reykjavík var 2,7 stig, +2,9 stigum ofan meðallags áranna 1961-1990 en +2,2 ofan meðallags síðustu tíu ára. Hann er þriðjihlýjasti desember (af 18) það sem af er öldinni, hlýjastur var desember 2002, þá var meðalhitinn +4,5 stig. Kaldast var í desember 2011, meðalhiti þá var -1,9 stig. Á langa listanum er hiti mánaðarins í 7.hlýjasta sæti (af 148), þar er 2002 einnig í efsta sæti, neðstur er desember 1880, meðalhiti hans var -6,9 stig.

Á Akureyri var meðalhiti í desember +0,6 stig, 2,5 stigum ofan meðallags 1961-1990, en 1,8 ofan meðallags síðustu tíu ára. Hiti mánaðarins er í 22.hlýjasta sæti (af 137).

Hiti var ofan meðallags síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum landsins. Mest var vikið í Möðrudal, +3,5 stig, en minnst á Sauðárkróksflugvelli, +0,9 stig.

Úrkoma í Reykjavík var í meðallagi. Sólskinsstundir mældust 11,9 og er það líka í meðallagi.

Í fljótu bragði virðist sem árið 2018 hafi verið meðal þeirra tíu úrkomusömustu í Reykjavík frá upphafi mælinga og úrkomudagafjöldi einnig óvenjulegur - en við látum yfirlýsingar og lokatölur bíða yfirferðar villuleitarsveita Veðurstofunnar.

Ritstjóri hungurdiska þakkar lesendum jákvæðar undirtektir á liðnum árum og óskar þeim og landsmönnum öllum velfarnaðar á nýbyrjuðu ári.

brenna_1977-12-31

Á myndinni er verið að brenna út árið 1977 - á „Tanganum“ í Borgarnesi - í snjókomu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • halavedrid_pp
 • Slide8
 • Slide7
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 555
 • Sl. sólarhring: 739
 • Sl. viku: 3460
 • Frá upphafi: 1859995

Annað

 • Innlit í dag: 498
 • Innlit sl. viku: 2966
 • Gestir í dag: 461
 • IP-tölur í dag: 436

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband