Sólstöðuórói

Veturinn sækir oft í sig veðrið á norðurhveli í kringum sólstöðurnar, bylgjur vestanvindabeltisins ná fullum vexti og sparka kalda loftinu á norðurslóðum til og frá. Erfitt er að segja hvernig kuldinn bregst við - vægast sagt. 

w-blogg181218a

Hefðbundið norðurhvelskort sýnir stöðu 500 hPa-flatarins og þykktarinnar síðdegis á fimmtudag, 18.desember. Þá verður lægðin sem valdið hefur hvassviðrinu á landinu nú í kvöld (mánudag) farin að grynnast að mun og væg og fremur hlý austanátt ríkjandi í háloftum yfir landinu. Í lægstu lögum streymir kalt loft þó enn til suðurs um Grænlandssund með nokkrum ákafa - en gætir lítt hér á landi - jafnvel þó áttin snúist alveg til norðausturs. 

Heildregnu línurnar sýna hæð 500 hPa-flatarins, því þéttari sem þær eru því meiri er vindur í efri hluta veðrahvolfs. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfsins, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Á þessum árstíma telst græni liturinn fremur hlýr hér við land og lítil hætta á miklu frosti þegar hann liggur yfir (nema í algjöru hægviðri í innsveitum).

Svo virðist sem næsta lægð - sú sem á kortinu er ekki fjarri Nýfundnalandi muni fara til austurs langt fyrir sunnan land. 

Sem stendur er langt í alvörukulda - við þurfum að leita norður fyrir hlýja brú (sem merkt er með breiðri strikalínu á kortinu) til að finna hringrásina í kringum kuldapollana stóru. 

Kanadakuldapollurinn - sá sem við höfum valið að kalla Stóra-Bola er heldur slakur þessa dagana, en bróðir hans Síberíu-Blesi aftur á móti mjög öflugur. Á þessu korti hreyfast þeir ekki mikið - en vestur í Bandaríkjunum er öflug bylgja sem beinir hlýju lofti til norðurs. Þetta er jólaveðrið okkar - hver sem svo smáatriði þess verða. 

Sem stendur gera reiknimiðstöðvar ráð fyrir því að þetta hlýja loft sé líklegt til að brjóta brúna niður - og jafnvel stugga verulega við kuldapollunum - en á hvaða hátt það verður er ekki ljóst á þessu stigi. Kannski hverfur brúin alveg? En hvað tekur þá við? Ruddalegur lægðagangur með úrhellisrigningu og útsynningsbyljum til skiptis - eða suðvestanhlýindi með sudda vestanlands en blíðu eystra - eða alvarlegt norðanskot með mikilli frosthörku? Eða geigar vestanhöggið kannski alveg? 

Opnar sólstöðuóróinn stöðuna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg230424
 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 253
 • Sl. sólarhring: 408
 • Sl. viku: 1569
 • Frá upphafi: 2350038

Annað

 • Innlit í dag: 225
 • Innlit sl. viku: 1428
 • Gestir í dag: 222
 • IP-tölur í dag: 216

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband