Einskonar umskipti?

Það sem af er mánuði hefur loftþrýstingur verið með lægra móti hér á landi (í 181.sæti af 197 - talið ofanfrá) - og líklegt að svipuð staða haldist áfram í tvo til þrjá daga. Reiknimiðstöðvar virðast hins vegar gera ráð fyrir því að þá taki þrýstingurinn á rás upp á við og að meðalþrýstingur næstu viku verði hár, jafnvel yfir 1020 hPa. 

w-blogg131118a

Myndin sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir vikuna 19. til 25.nóvember. Að sögn verður gríðarmikil hæð ríkjandi við norðanverðar Bretlandseyjar og beinir hún þá eindreginni sunnan- og suðvestanátt til landsins - með verulegum hlýindum suma dagana. Bandaríska veðurstofan er jafnvel enn meira afgerandi hvað þetta varðar - en kemur hæðinni miklu um síðir vestur til Grænlands (sem evrópureiknimiðstöðin er eitthvað hikandi með). 

Báðar miðstöðvarnar eru sammála um að kalt loft úr austri berist vestur um Evrópu - evrópureiknimiðstöðin sendir það reyndar alveg til Íslands (en slíkt gerist stöku sinnum) - en í spá bandarísku veðurstofunnar (í dag - þriðjudag) verður kalt loft að norðan hins vegar á undan austanloftinu hingað til lands. - En þetta er allt í óljósri framtíð - og kannski bara skemmtiatriði eins og langtímaspár eru oftast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 955
  • Sl. sólarhring: 1117
  • Sl. viku: 3345
  • Frá upphafi: 2426377

Annað

  • Innlit í dag: 850
  • Innlit sl. viku: 3006
  • Gestir í dag: 830
  • IP-tölur í dag: 764

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband