Októberhiti á landsvísu

Hiti var neđan međallags síđustu tíu ára alls stađar á landinu og ţar međ nokkuđ neđarlega á samanburđarlistum sem ná til aldarinnar. Ţegar litiđ er til langs tíma kemur hins vegar í ljós ađ hann er ekki fjarri međallagi - og langt í frá kaldur, rađast í 81. sćti af 144 á lista međ međalhitann 3,4 stig. Hlýjastur á listanum var október 2016, međalhiti ţá var mun hćrri en nú, 7,5 stig tćp. Kaldastur októbermánađa var 1917, landsmeđalhiti -0,7 stig - miklu kaldari en nú. Hitinn nú er nákvćmlega mitt á milli ţessara tveggja útgilda. 

röđspásvármánvik svćđi
161201810-1,23 Suđurland
162201810-1,21 Faxaflói
163201810-1,46 Breiđafjörđur
134201810-1,00 Vestfirđir
125201810-0,77 Strandir og Norđurland vestra
116201810-0,43 Norđurland eystra
117201810-0,45 Austurland ađ Glettingi
148201810-0,84 Austfirđir
139201810-0,91 Suđausturland
1310201810-0,92 Miđhálendiđ

Taflan sýnir stöđu mánađarins eftir spásvćđum. Í fyrsta dálki má sjá hvernig hann rađast međal októbermánađa aldarinnar. Ţeir eru orđnir 18. Á Suđurlandi, Faxaflóa og Breiđafirđi er hann í 16. sćti - ţví ţriđjaneđsta, en heldur ofar á listanum á öđrum spásvćđum, hćst í ţví 11 á Norđaustur- og Austurlandi. Vikin miđast viđ síđustu tíu ár. 

w-blogg311018-byggdarhiti_oktober

Myndin sýnir byggđahita í október frá 1874 (nćr reyndar enn lengra aftur - en viđ tökum ţeim tölum međ verulegri varúđ). Sjá má ađ október 2018 er kaldur miđađ viđ síđustu ţrjá brćđur hans, en ađ hiti var mjög svipađur 2013 og 2014, örlítiđ kaldara 2012, en talsvert kaldara 2005 og 2008. 

Ţegar til lengri tíma er litiđ ţokast hiti heldur upp á viđ, leitni reiknast +0,9 stig á öld. Ţetta er minna en í flestum öđrum mánuđum ársins (eins og oft hefur veriđ fjallađ um á hungurdiskum áđur). En breytileiki frá ári til árs er mikill og „frelsi“ frá fortíđinni virđist meira en í sumum öđrum mánuđum. Hlýindaskeiđiđ mikla á 20.öld lítur öđru vísi út í október heldur en í öđrum mánuđum - hann var oftast nokkuđ hlýr í kringum 1910, ólíkt flestum mánuđum öđrum, en kólnađi verulega aftur og náđi sér seinna á strik í ađalhlýindunum heldur en almennt gerđist. Hlýindin nýju skiluđu sér fyrst af fullum krafti 2016 og 2017.

Ţađ fór lengst af vel međ veđur í október 2018 og verđur ađ telja mánuđinn hagstćđan til flestra verka. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Trausti Hver er međalhiti á öllu Íslandi síđustu 10/20 árin. ef ţú hefir ţađ ađgengilegt. Ţakka V

Valdimar Samúelsson, 1.11.2018 kl. 11:35

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Međalhiti í byggđum landsins síđustu 20 árin er 4,3 stig.

Trausti Jónsson, 1.11.2018 kl. 13:35

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ţakka Trausti áhugavert sérstaklega í ljósi spámennsku umhverfissinna.

Valdimar Samúelsson, 1.11.2018 kl. 14:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 19
  • Sl. sólarhring: 277
  • Sl. viku: 2398
  • Frá upphafi: 2434840

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 2125
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband