Fellibylurinn Oscar og óvissa í spám

Fellibylurinn Oscar er á sveimi suđaustur af Bermúdaeyjum og gerir sig líklegan til ađ leggja leiđ sína á norđlćgari slóđir. Hann er nú furđuöflugur, vindhrađi meir en 40 m/s ţar sem mest er. Viđ notum tćkifćriđ og lítum á klasaspákort evrópureiknimiđstöđvarinnar sem nćr til sjávarmálsţrýstings síđdegis á föstudaginn kemur, 2.nóvember.

w-blogg301018a

Ţrenns konar upplýsingar eru á ţessu korti. Daufar strikalínur sýna „ađalspá“ reiknimiđstöđvarinnar - ţađ ţarf sennilega ađ stćkka myndina til ađ hún sjáist nćgilega vel. Heildregnu línurnar sýna svonefnt klasameđaltal. Tvisvar á dag eru reiknađar 50 mismunandi spár - upphafsskilyrđum er breytt lítillega fyrir hverja ţeirra - en ađeins lítillega. Upplausn allra ţessara spáa er íviđ minni heldur en „ađalspárinnar“ sem reyndar er oftast hún réttust ţeirra - alla vega fyrstu 4 til 7 dagana. 

Eftir ţví sem lengra kemur út í framtíđina verđa ţessar 50 spár ólíkari - lćgđir fara mismunandi brautir - og ţegar frá líđur myndast nýjar lćgđir í sumum spánna en ekki öđrum. Bćđi ađalspá (daufu strikalínurnar) og međaltal spánna 50 sýna lćgđ á svipuđum slóđum á föstudaginn. Ţessi lćgđ kemur ađ vestan frá Nýfundnalandi á miđvikudag og fer til austurs. 

Litirnir á kortinu eiga ađ sýna eins konar óvissu - hversu mikiđ spá um ţrýsting í hverjum punkti dreifist. Ţćgilegt er ađ nota stađalvik til ađ slá á stćrđ dreifingarinnar. Ţví meira sem ţađ er ţví ólíkari eru ţrýstispárnar 50. Nćrri lćgđarmiđjunni er stađalvikiđ hátt í 20 hPa - greinilegt ađ spárnar eru langt í frá sammála um dýpt lćgđarinnar á föstudaginn - en ţćr virđast hins vegar ekki vera mjög óvissar um ţađ hvar hún verđur.

Hér skeikar sennilega ţví hvort fellibylurinn Oscar nćr ađ ganga inn í Nýfundnalandslćgđina eđa ekki. Stađalfrávikiđ kann meira ađ segja ađ vera marklítiđ - hér gćti legiđ ađ baki annađhvort eđa (fellibylur eđa ekki). Kortiđ eitt segir okkur ekkert um ţađ. 

Undanfarna daga hafa spár sýnt ámóta hegđun - í sumum ţeirra nćr fellibylurinn inn í kerfiđ - í öđrum ekki - rétt eins og í mismunandi spám klasans. Hér má ţví eins og oft áđur sjá dćmi um kerfi sunnan úr höfum (og ritstjóri hungurdiska hefur í óleyfi nefnt hvarfbaugshrođa) sem gerir spá nćsta óvissa. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Hérna er nokkuđ nákvćmt veđurforrit sem ađ spáir/áćtlar inn í framtíđina: 

https://disasteralert.pdc.org/disasteralert/

Jón Ţórhallsson, 31.10.2018 kl. 09:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg190118a
 • w-blogg190118b
 • w-blogg170119a
 • w-blogg170119b
 • w-blogg160119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 293
 • Sl. sólarhring: 428
 • Sl. viku: 2394
 • Frá upphafi: 1736325

Annađ

 • Innlit í dag: 275
 • Innlit sl. viku: 1897
 • Gestir í dag: 266
 • IP-tölur í dag: 256

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband