28.10.2018 | 23:19
Smábylgjur á skilum
Við lítum til gamans á spákort þar sem óvenjumargar smábylgjur sjást á skilum fyrir austan land.
Litirnir sýna frostmarkshæð, athugið að hún er gefin í fetum og ekki er miðað við sjávarmál heldur hæð yfirborðs í líkaninu. Það fylgir landslagi allvel á grófum kvarða. Dekksti blágræni liturinn sýnir frost er alveg niður að jörð. Jafnþrýstilínur eru svartar og heildregnar með 2 hPa bili.
Lægð er á Grænlandshafi - leifar lægðarinnar sem olli illviðri síðastliðna nótt (aðfaranótt sunnudags). Ferð kuldaskila lægðarinnar austur fyrir land tafðist nokkuð í dag (sunnudag), því undir kvöld kom lægðarbylgja úr suðri og fór yfir landið austanvert - og dró skilin tímabundið aftur til vesturs.
Kortið hér að ofan gildir á mánudagskvöld kl.21. Þá verða skilin alveg fyrir austan land, en eins og sjá má hafa á þeim myndast fjölmargar litlar lægðarbylgjur - við getum talið 6 eða 7. Í þeim er frostmarkshæðin lítillega meiri heldur en umhverfis - og hittir vel á litakvarða kortsins.
Þróunin virðist síðan eiga að verða sú að ein af bylgjunum - sennilega einhver þeirra sem er nærri Írlandi á kortinu, á að ná sér betur á strik en hinar og dýpka lítillega - og taka norðvestlægari stefnu og jafnvel fara yfir Ísland suðvestanvert síðdegis á þriðjudag. Þá er snjókoma möguleg í vesturjaðri bylgjunnar. Kannski að íbúar á Suðvesturlandi fái þá að sjá fyrsta snjó haustsins - sumir hverjir að minnsta kosti.
Ekki þó víst að slíkt endist lengi því fleiri bylgjur hafa áhuga á að fara svipaða leið. - Nú og svo kemur kannski Afríkulægðin sem minnst var á á hungurdiskum í gær og truflar leikinn á miðvikudag/fimmtudag. Verður þó varla veigamikil.
Þó ekki sé beinlínis spáð illviðrum er samt talvert um að vera í smáatriðum veðursins þessa dagana. Síðbúinn fellibylur er langt suðvestur í hafi - suðaustur af Bermúda. Heitir Oscar - ekki öflugar en reiknimiðstöðvar hafa ekki gert upp við sig hvort hann nær af afli inn í vestanstreng Atlantshafs. Færi svo er föstudagurinn einna líklegastur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 16
- Sl. sólarhring: 274
- Sl. viku: 2395
- Frá upphafi: 2434837
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 2122
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.