Hitasveiflur á þessari öld

Það sem hér fer á eftir er að miklu leyti endurtekið efni - þó uppfært. Við lítum á 12-mánaða keðjumeðaltöl hita í Reykjavík frá 1996 þar til nú í septemberlok og berum saman við landsmeðalhita.

w-blogg081018a

Mikil hlýindi hafa verið ríkjandi hér á landi allt frá árinu 1996 - árið 1995 er utan og neðan myndar (meðalhiti aðeins 3,8 stig í Reykjavík). Mestu hlýindin hófust þó ekki fyrr en á árinu 2002 - en síðan kólnaði nokkuð aftur - 12-mánaða keðjur fóru þá rétt niður fyrir 5,0 stig. Síðan hlýnaði strax aftur - nokkuð kólnaði um stund 2013 og aftur 2015, en árið 2016 og fyrri hluti 2017 varð hiti nærri því eins hár og 2003. Síðan hefur kólnað nokkuð aftur - þó ekki enn eins mikið og 2015.

Tólf-mánaðameðaltalið stendur nú í 4,8 stigum og lækkar trúlega niður í 4,5 stig þegar október verður kominn í hús. Stafar það af því að október í ár verður líklega nokkuð kaldari en sami mánuður í fyrra - en hann var hlýr. Nóvember og desember 2017 voru hins vegar ekki í sama hlýindaflokki þannig að auðveldara verður fyrir sömu mánuði í ár að keppa við þá. En um það vitum við auðvitað ekki neitt. 

Ef við förum í leitnileik sjáum við að það hefur hlýnað um 0,6 stig á síðustu 20 árum, eða 3 stig á öld - haldi svo áfram. Oft hefur verið fjallað um þau mál hér á hungurdiskum og ætíð minnt á að leitni segir ekkert um framtíðina - hún er frjáls að sínu.

Þó hlýindin hafi gengið yfir allt landið (leitni landshitans er nánast hin sama) er samt fróðlegt að líta á hvernig Reykjavík hefur staðið sig miðað við landsmeðaltal.

w-blogg081018b

Lóðrétti kvarðinn sýnir mismun hita í Reykjavík og byggðameðaltals ritstjóra hungurdiska. Að jafnaði er um 1 stigi hlýrra í Reykjavík en landsmeðaltalið. Reyndar er talsverð árstíðasveifla í þeim mun. Mestu munar í apríl, en minnstu í desember, janúar og september. Af myndinni sjáum við að síðasta ár hefur verið kalt í Reykjavík miðað við landið í heild, munurinn ekki nema 0,6 stig og hefur ekki verið jafnlítill síðan árið 2000. Það var 2012 og 1998 sem Reykjavík var hvað hlýjust miðað við landið í heild. 

Ýmsum kann að finnast síðustu 12 mánuðir hafa verið svalir, en sannleikurinn er sá að 4,8 stig er bærileg tala sé litið til langs tíma. Myndin hér að neðan sýnir þetta að einhverju leyti.

w-blogg081018c

Hér má sjá þau 12-mánaða tímabil þegar hiti hefur verið hærri en síðustu 12 mánuði - allt sem kaldara er er skorið burt. Við sáum á fyrri mynd að hiti hefur oftast (þó ekki alltaf) verið hærri en nú á þessari öld - og kemur það líka vel fram á þessari. Á tímabilinu 1965 til 2000 kom rétt aðeins fyrir að 12-mánaða hiti yrði meiri en 4,8 stig - þá var talað um hlýindi. Það var algengara á árunum 1925 til 1965 - en samt aldrei samfellt í líkingu við það sem við höfum lifað á þessari öld - aðeins stakir toppar skera sig úr. Og fyrir 1925 var það aðeins árið 1880 sem rétt reis upp úr kuldanum (og fáein ár önnur fyrr á 19.öld). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 1133
  • Sl. viku: 2705
  • Frá upphafi: 2426562

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 2409
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband