3.10.2018 | 23:25
Hvenær hefst vetur?
Einfalda svarið við spurningunni í fyrirsögninni er að hann hefjist með fyrsta vetrardegi íslenska tímatalsins forna. Ekki er fjarri því að íslensku misserin skipti árinu í tvennt hvað varðar meðalhita. En tökum við þetta svar alveg bókstaflega erum við jafnframt annað hvort að halda því fram að árstíðirnar séu aðeins tvær, - eða þá að vor, sumar og haust verði samtals að gera sér að góðu að skipta með sér þeim sex mánuðum sem eftir eru þegar veturinn hefur fengið sinn hlut. Í slíkri skiptingu fellst ákveðið raunsæi gagnvart íslensku veðurlagi - rétt er það, en tilfinningin er samt sú að oftast nær sé veturinn ekki fullskollinn á seint í október.
Fyrir nokkrum árum fjallaði ritstjóri hungurdiska alltítarlega um haust- og vorkomu. Þeir pistlar eru reyndar allt of langir til að hægt sé að hafa af þeim einhver hagnýt not - enda ekki ætlast til þess. Ritstjórinn hefur hins vegar einlægan áhuga á árstíðasveiflunni og öllum breytingum á veðri sem fylgja henni.
Ekki stendur til að gera einhverja úttekt á vetrarkomu í stíl við vor- og haustpistlana sem minnst var á að ofan, en samt er e.t.v. forvitnilegt að gera eitthvað.
Hér á eftir verður vetrarkoma hvers árs sett við þann dag þegar eitthvað sem ritstjórinn nefnir vetrarsummu landsins nær 30 punktum. Punktarnir eru reiknaðir þannig að fyrst eru fundnir þeir dagar þegar landsmeðalhiti í byggð er neðan frostmarks. Tölur hvers hausts eru nú lagðar saman frá degi til dags og vetur sagður byrjar þegar talan nær 30.
Þetta er auðvelt að gera aftur til 1961, við getum líka reynt við tímann frá 1949 til 1960, en því miður er dálítið brot í gögnunum 1960 og hugsanlegt (þó ekki víst) að fyrra tímabilið sé ekki alveg reikningslega sambærilegt við það síðara. Sömuleiðis er líka brot á þessari öld (sem rannsaka þarf betur). Við reynum e.t.v. síðar að komast fyrir þessi brot. Þar til það hefur verið gert skulum við taka niðurstöðunum með nokkurri varúð.
Lárétti ásinn sýnir árin (tímabilið fyrir 1961 er sérmerkt), en sá lárétti eru dagsetningar sem vísa til vetrarbyrjunar eins og hún er skilgreind hér að ofan. Fyrsta vetrarbyrjun á tímabilinu er 25.október 1981. Sumir muna vel kuldana það haust. Það hefur þrisvar gerst að vetrarbyrjun hefur dregist fram yfir áramót, lengst 1956 (sé að marka það), en líka haustið 2002 og 2016 - þeim árum lauk án vetrarkomu.
Meðaltal alls tímabilsins er 30.nóvember. Vetur, byrjar samkvæmt skilgreiningu Veðurstofunnar þann 1.desember. Falla meðaltal og skilgreining vel saman. Sleppum við tímabilinu 1949 til 1960 verður meðaltalið 27.nóvember.
Við tökum strax eftir því að vetrakomu hefur seinkað mjög á síðustu áratugum. Sé leitni reiknuð sést að seinkunin frá 1961 hefur safnast upp í 25 daga, frá 15.nóvember til 10.desember. Þetta er kannski fullótrúlegt til að geta verið satt - en engu að síður bætist hér enn í vísbendingar um hlýnandi veðurfar.
Við munum síðar reyna að ná tökum á lengra tímabili - sem einnig nær til tuttugustualdarhlýskeiðsins.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 4.10.2018 kl. 03:42 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 78
- Sl. sólarhring: 333
- Sl. viku: 2845
- Frá upphafi: 2427397
Annað
- Innlit í dag: 60
- Innlit sl. viku: 2548
- Gestir í dag: 58
- IP-tölur í dag: 58
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.