Enn af sömu lægð

Fyrir sex dögum var hér fjallað um þrautseiga, en djúpa lægð sem var þá á sveimi vestsuðvestur af Asóreyjum. Hún hefur fyrir allnokkru fengið nafnið Leslie - hitabeltisstormur. Við skulum enn gefa henni gaum. 

w-blogg0201018a

Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting á fimmtudaginn kemur - eins og evrópureiknimiðstöðin reiknar. Litir sýna hita í 850 hPa-fletinum. Síðan á fimmtudaginn var hefur lægðin hreyfst til vestsuðvesturs - en er ámóta djúp og hún var á kortinu sem við sýndum fyrir nærri viku. Á kortinu má líka sjá allmikla lægð við Ísland á hraðri leið til norðausturs - fer að hafa áhrif hér síðdegis á miðvikudag og veldur eins konar norðanskoti á fimmtudaginn. 

Það er ekki beinlínis hægt að halda því fram að lægðin við Ísland sé afkvæmi Leslie - en þó er það þannig að henni nýttist vel hlýtt loft sem streymir til norðurs austan hitabeltisstormsins og greip það með til fóðurauka á leið sinni til Íslands. Stöku spár hafa verið að gera ráð fyrir því að Leslie tækist að brjótast á milli háþrýstisvæða norðan við - en þær eru þó flestar á því að það takist ekki. En aftur á móti er rétt að halda áfram að fylgjast með inngjöfum hitabeltislofts að sunnan inn í meginstreng vestanvindabeltisins, slíkar inngjafir eru varasamar - bæði hvað varðar vind og úrkomu á okkar slóðum. 

Langtímaspár (sem við tökum þó ekki allt of alvarlega) gera ráð fyrir því að Leslie endist að minnsta kosti viku til viðbótar og lægðin muni undir helgi snúa af vestsuðvesturstefnu sinni yfir til austnorðausturs aftur. Kannski við getum enn birt fréttir af henni í næstu viku? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 78
  • Sl. sólarhring: 333
  • Sl. viku: 2845
  • Frá upphafi: 2427397

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 2548
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband