Háloftastaðan í september

Meðan við bíðum eftir lokatölum septembermánaðar frá Veðurstofunni lítum við á stöðuna í 500 hPa-fletinum í nýliðnum september og berum saman við meðaltal. Kortið gerði Bolli Pálmason eftir gögnum evrópureiknimiðstöðainnar og við þökkum honum fyrir það.

w-blogg011018a

Heildregnu línurnar sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins, en litir sýna vik frá meðallagi áranna 1981 til 2010. Vikin eru neikvæð á stóru svæði - mest austan við Ísland. Jákvæð vik eru aftur á móti ríkjandi um Atlantshaf þvert frá austurhéruðum Kanada austur til Frakklands og Evrópu. Þetta þýðir að vestanáttin yfir Atlantshaf hefur verið talsvert öflugri en venjulega. 

Við sjáum líka að hér á landi var vestanáttin í veikara lagi og „aukanorðaustananátt“ viðloðandi, 500 hPa-flöturinn er í lægra lagi við landi, meðalhæð hans yfir landinu var 539 dekametrar, um 6 dam undir meðallagi. Meðalhæð hans var reyndar enn lægri í september 2016, en þá voru suðlægar áttir ríkjandi - eins og sumir muna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200825b
  • w-blogg200835a
  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 81
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 2491925

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 1078
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband