Kaldur dagur

Sunnudagurinn 23.september varð heldur kaldur. Dægurlágmarksmet féllu (að sjálfsögðu) á fjölmörgum stöðvum og septembermet á allmörgum. Hér verður aðeins minnst met á sjálfvirkum stöðvum þar sem athugað hefur verið lengur en frá aldamótum. Það eru: Súðavík, Siglunes Þingvellir, Ögur, Ísafjörður, Kjalarnes og Bolungarvík. Mánaðarmet féllu ekki á öðrum stöðvum sem athugað hafa svona lengi.

Frostið á Þingvöllum fór í -8,7 stig. Á mönnuðu stöðinni þar mældust mest -8,6 stig í september, það var 1954. Þessi munur er ómarktækur (þó stöðvarnar væru á sama stað - sem ekki er).

Dægurlágmarksmet fyrir landið var sett á Brúarjökli, frostið þar fór í -12,8 stig, eins fór frostið við Gæsafjöll í -12,2 stig, báðar tölur lægri en eldra landsdægurlágmarksmet sem var -12,1 stig sett á Hveravöllum 1971. Þann sama dag, 1971 fór frostið á Grímsstöðum á Fjöllum í -10,0 stig og stendur það enn sem dægurmet landsins í byggð. Frostið mældist nú -16,1 stig á Dyngjujökli, en skynjari á þeirri stöð er ekki í staðalhæð og því ekki hægt að telja töluna met. Frost hefur einu sinni mælst meira á landinu en -16,1 stig. Það var í Möðrudal 1954 (-19,6 stig). Í Reykjahlíð við Mývatn 1943 mældist frostið -16,1 stig í september 1943.

Það er aðallega lágmarkshitinn sem er óvenjulegur. Landsmeðallágmarkshiti (í byggð) reiknast -2,6 stig. Það er lægsta meðallágmark þessa almanaksdags, en ekki munar þó miklu því og meðallágmarki sama dag 2003 og 1971.

Sólarhringsmeðalhiti reiknast nú 2,9 stig, sá lægsti á þessum degi frá 2005. - En fjölmargir septemberdagar hafa verið kaldari í áranna rás. Meðalhámarkshiti var ekkert sérlega lágur - var reyndar lægri í bæði gær (22.) og í fyrradag (23.) - enda meiri blástur þá daga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband