Hiti ársins - til þessa

Nokkrir hafa varpað fram þeirri spurningu hvort árið 2018 (til þessa) teljist kalt eða hlýtt. Það er reyndar hvergi hægt að tala um kulda sé miðað við langtímameðaltöl, en hér á eftir skulum við láta okkur nægja að líta aftur til aldamóta og sjá hvernig staðan er miðað við tímann síðan.

Taflan sýnir stöðu meðalhita á þremur stöðvum á landinu, Reykjavík, Akureyri og á Dalatanga. Þar má sjá hvert er hlýjasta árið og hita þess (til miðs september), það kaldasta, auk stöðunnar í ár, 2018.

röðármeðalh stöð
120037,26 Reykjavík
1520185,67 Reykjavík
1820155,17 Reykjavík
     
120036,61 Akureyri
720185,59 Akureyri
1820024,37 Akureyri
     
120035,78 Dalatangi
420185,48 Dalatangi
1820014,20 Dalatangi

Meðalhiti í Reykjavík stendur nú í 5,7 stigum og er í fjórðaneðsta sæti á öldinni, +0,5 stigum ofan hitans á sama tíma árið 2015, en langt að baki hitans á sama tíma árið 2003. Hitinn nú er samt ofan langtímameðaltals og er í kringum 40. sæti síðustu 100 árin. Kaldast á þeim tíma var 1979 meðalhiti fram til miðs september aðeins 3,2 stig. 

Á Akureyri er hiti ársins það sem af er í 7. sæti á öldinni - í miðjum hóp sum sé og austur á Dalatanga í fjórðahlýjasta sæti - ekki langt neðan toppsætis þar. 

Þetta þýðir að árið hefur verið heldur svalt suðvestanlands miðað við það sem algengast hefur verið á þessari öld, nærri meðallagi aldarinnar á Norðurlandi, en meðal þeirra hlýjustu austanlands.  

En árinu er ekki lokið þrír og hálfur mánuður eftir enn - rúmur fjórðungur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 2434837

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2122
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband