Í kringum hvor aðra

Tvær lægðir stefna nú til landsins. Spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar hér að neðan gildir kl.6 í fyrramálið (miðvikudag 25.júlí).

w-blogg240718a

Lægðin við Suður-Grænland er mjög djúp, líkanið segir hér 978 hPa í miðju. Allt undir 980 hPa telst í dýpra lagi á þessum árstíma og þrýstingur undir 975 hPa er óvenjulegur. Þessi lægð er með kalt loft í bakið og stefnir til austsuðausturs - verður að háloftalægð. Önnur lægð er síðan langt suður í hafi. Hún verður að taka sveig framhjá þeirri fyrri - umferðarreglum verður að hlíta - háloftalægðir hafa forgang. Sennilega fylgir töluverð úrkoma sunnanlægðinni - og nokkur hlýindi þar sem ekki rignir því meira. 

Sunnanlægðin verður væntanlega búin að ljúka sér af að mestu á föstudaginn - en þá er hin enn á lífi og veldur austanátt hér á landi. - En það er lítill friður því vestast á kortinu er lægðakerfi sem ekki er alveg ljóst hvað verður úr - en því liggur á. Til að komast hingað verður það að fara suður fyrir - rétt eins og sú fyrri - enn er farið eftir umferðarreglum háloftanna. 

Ekki vitum við hvort sunnudagurinn verður fyrir valinu til samkomu hér á landi - en það skiptir svosem litlu - það rignir flesta daga hvort eð er - og lítið lát á. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 61
  • Sl. sólarhring: 1076
  • Sl. viku: 2732
  • Frá upphafi: 2426589

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 2435
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband