23.7.2018 | 22:00
Ritstjóraþus
Koma nú í hug orð Þórðar Kristleifssonar kennara á Laugarvatni, rituð í tímaritið Veðrið 2.tölublað 1959:
Því mun almennt haldið fram, að á landi okkar sé tíðarfar ákaflega breytilegt. En þó mætti tilfæra ótal dæmi þess, að oft geti verið mjög langviðrasamt. Við, sem höfum skyggnzt til veðurs með leikmannsauga um áratugi, höfum veitt því athygli, að heil sumur, jafnvel heil ár eða ár eftir ár ríkir sams konar veðurfar: heiðríkja og blíðviðri eða stilla viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, eða skuggar, regn og snær leika lausum hala og láta þá oft eigi hlut sinn fyrr en i fulla hnefana.
Tíðarfar þessa sumars sem nú er hálfliðið hefur verið óvenjulegt, ekki er hægt að neita því, sérlega drungalegt um landið sunnan- og vestanvert, en hlýtt og hagstætt í flestan máta austanlands. Gætir nokkurrar óþolinmæði meðal fjölmargra dimmsveitunga - en kannski eru austlendingar farnir að kvíða þeim umskiptum sem óhjákvæmilega munu koma þar um síðir.
Þó ástandið sé venju fremur þrálátt er samt ekki hægt að halda því fram að í þráviðri þessu (eða langviðri sem Þórður nefnir) einu og sér leynist einhver vísbending um breytt veðurfar. Þó framtíðin eigi sig sjálf og muni örugglega færa okkur ýmsar óvæntar breytingar og vendingar í veðri er í raun ekkert um slíkt hægt að segja að svo stöddu. Þessi fullyrðing ritstjórans byggir einkum á því að hann hefur svo oft heyrt þessa sömu fullyrðingu áður - af svipuðu tilefni. Þráviðrakaflarnir sem hann man eru nefnilega býsna margir - og hver þeirra hefur sungið með sínu lagi.
Miklar breytingar urðu í veðurlagi upp úr 1960 - þær man ritstjórinn næsta vel - og sömuleiðis ýmsa þætti umræðunnar sem fylgdi í kjölfarið. Hinn almenni og viðtekni sannleikur var að veður hefði skipast til eldri hátta - sagt var að þeir einkenndust af aukinni tíðni fyrirstöðuhæða og að tíðni slíkra hæða væri meiri og þær væru þrálátari í köldu veðurfari heldur en hlýju. Hringrás lofthjúpsins yrði lengdar(bauga)bundnari sem kallað er.
Gott og vel. Þessu var auðvitað almennt trúað. Hægt var á þennan hátt að kenna kólnandi veðurfari um bæði þrálát kuldaköst sem og óvenjulegar hitabylgjur. Hinir miklu þurrkar og hitar í Vestur-Evrópu, kuldarnir miklu í Norður-Ameríku austanverðri 1977 og 1978 og mörg önnur óáran féllu ljómandi vel að þessum hugmyndum.
Árið 1981 vöknuðu menn síðan upp af værum blundi. Hiti á norðurhveli jarðar var allt í einu orðinn hærri en dæmi voru um áður. - Enda tók ný tíð við. Það bætti í hlýnunina um og fyrir 1990 - sérstaklega í fjölmiðlaþéttum löndum - og það sem mest var um vert að breiddarbundna hringrásin bætti töluvert í sig. Allt var að ganga eftir - kenningin virtist halda. Fyrirstöður virtust falla og vestanáttin færði með sér hlýindi bæði vestanhafs og austan. (Ekki hér og á Grænlandi). Þessi umskipti hlutu að vera óhjákvæmilegur fylgifiskur hnattrænnar hlýnunar (sem var að vísu alveg raunveruleg).
En veturinn 1995 til 1996 varð nokkuð erfiður - hlýr, en samt fyrirstöðuflæktur. Nokkrum árum síðar var vissa um tengsl lengdarbundinna hringrásartilhneiginga við hitafar á norðurhveli ekki lengur fyrir hendi.
Síðan eru liðin allmörg ár. Hringrás ársins 2010 varð mjög afbrigðileg - gríðarþrálát fyrirstaða við Grænland sérstaklega áberandi. Grænlandsfyrirstöður urðu svo þrálátar um nokkurra ára skeið að farið var að halda því fram í alvöru að það væru þær sem væru hið sanna merki framtíðarveðurlags - Grænlandsjökull tók líka undir það með mikilli bráðnun.
Ritstjóri hungurdiska fjallaði oft um þessar merkilegu fyrirstöður áranna 2010 til 2012 í pistlum og þrákelkni þeirra.
Það er óvenjuþrálát fyrirstaða yfir Skandinavíu og þar í grennd sem ráðið hefur veðurlagi við norðanvert Atlantshaf í sumar. Enn og aftur heyrist nú söngur í blænum um að slíkar fyrirstöður fylgi óhjákvæmilega hlýnandi veðurfari á heimsvísu - (og geti þannig valdið kólnun staðbundið) - eins og allir séu löngu búnir að gleyma því að þær áttu einmitt að fylgja köldu heimsveðurlagi. - Meira að segja heyrast sögur um að fyrirstaða á þessum ákveðna stað sé framtíðin (vetur, sumar, vor og haust). Fyrir örfáum árum átti slík framtíðarfyrirstaða hins vegar heima við Grænland - fjölmargir virtust vissir um það.
Eftir stendur að umtalsvert hefur hlýnað í heiminum á síðustu 150 árum, langlíklegasta skýringin er sú mælanlega breyting sem orðið hefur á geislunareiginleikum lofthjúpsins vegna mikillar losunar gróðurhúsalofttegunda sem lofthjúpurinn hefur ekki undan að losa sig við. Við skulum þó varast í lengstu lög að tengja hlýnunina hugsunarlítið við allt sem fyrir verður - slíkt er bæði þreytandi og villandi.
Já, það er langviðrasamt á Íslandi - þó veðrið breytist hratt frá stund til stundar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 64
- Sl. sólarhring: 1072
- Sl. viku: 2735
- Frá upphafi: 2426592
Annað
- Innlit í dag: 61
- Innlit sl. viku: 2438
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.