22.7.2018 | 22:06
Af árinu 1809
Frægustu hundadagar Íslandssögunnar - þá ríkti Jörundur kóngur. Árið fær ekki mjög slæma dóma - þó slæm hafi hretin vissulega verið. Hin vonda veðrátta virðist ekki hafa verið mjög óhagkvæm.
Reyndar eru frásagnir og lýsingar af veðurlagi þessa árs ekki ítarlegar í heimildum. Við erum þó svo heppin að danski strandmælingaflokkurinn hélt úti athugunum á Akureyri þrisvar á dag allt árið auk þess sem slæðingur af mælingum er líka til frá Sveini Pálssyni í Kotmúla í Fljótshlíð. Mælingar og frásagnir smella vel saman og búa til allgóða mynd af veðurlagi ársins. Ekki eru teljandi fréttir af hafís.
Janúar og febrúar voru kaldir, en síðan var mun hlýrri tíð á góu og einmánuði - fram undir sumarmál að hríðar gerði.
Mikið hret gerði í lok maí eftir sérleg hlýindi nyrðra um og uppúr hvítasunnu [21.maí]. Á Akureyri komst hiti yfir 20 stig þann 25.maí og hafði komist nærri 20 stigum fáeina daga þar á undan, fyrst þann 20. Að kvöldi þess 26. féll hitinn niður undir frostmark og þann 29. fór frostið í að minnsta kosti -6 stig. Þá var blindhríð. Sveinn Pálsson var á ferðalagi þá daga sem kaldast var og mældi því ekki hita í Kotmúla, en segir frá því í veðurbók sinni að frost hafi verið allan daginn bæði 29. og 30.maí. Fréttir eru um snjókomu í Skotlandi í júní 1809 - ekki er útilokað að það sé sama hret og hér.
Óþverraveður af vestri - fyrst með stormi en síðan rigningu - gerði á Akureyri í síðustu viku júnímánaðar. Eins og sjá má á línuritinu komu allmargir hlýir dagar í júlí og hiti fór alloft yfir 20 stig um miðjan daginn, mest í 23 stig þann 5.júlí.Þann 26.fór mjög kólnandi og gekk í versta veður. Allmikið rigndi og þann 31.gerði krapahríð sem stóð linnulítið í fimm daga trúum við veðurathugunum - hiti fór hvað eftir annað niður undir frostmark og sjálfsagt hefur snjó fest á Akureyri. Um þessa hríð er getið í heimildum (sjá að neðan).
Skiptust nú á þokur og rigningar nyrðra - en sæmilegir dagar komu þó á milli. Mikið hret gerði síðan um 20. september, á fór frost niður í um -12 stig á Akureyri þegar mest var. Nokkuð hlýtt var hins vegar í október. Árið endaði með miklum kuldum.
Nokkuð frost varð líka hjá Sveini í septemberhretinu eftir þann 22. og eitthvað snjóaði. Annars virðist dægursveifla hita hafa verið stór í bjartviðri syðra, bæði í ágúst og september. Fjölmarga daga virðist sól hafa náð á mæli Sveins um miðjan dag.
Annáll 19.aldar segir - að mestu beint eftir tíðarvísum Þórarins í Múla:
Vetur frá nýári var í betra lagi um allt land, þó víða stormasamt um góu, og mátti kallast bærileg tíð til fardaga; gekk þá í hríðar öðruhverju og varð grasspretta mjög lítil, sumarið fúlt og kalt, og stórhríð um hundadaga í Norður-Þingeyjarsýslu; batnaði um sinn, en gekk aftur í hríðar mánuði fyrir vetur með hörkum, svo að ár og vötn lagði; linaði þó brátt aftur, en með jólaföstu komu stormar og köföld, er vöruðu til ársloka. Fiskihlutir urðu lágir um veturinn í veiðistöðvum vegna ógæfta, góðir um vorið og sumarið syðra og eystra, en í minna lagi nyrðra. Hval rak í Flatey á Breiðafirði. Um 1000 af marsvínum náðist á Akranesi, rak sumt, en sumt var af mönnum rekið á land, og lítið minna í Ísafjarðarsýslu.
Fjölda slysfara og drukknana er getið, en ekki fylgja dagsetningar, nema 29.maí þegar 14 árs stúlka frá Brimnesi í Svarfaðardal varð úti í hríð.
Brandsstaðaannáll:
Til þorraloka var stillt og gott veður, en oftast með hægum frostum, snjólítið til lágsveita, en stundum storka til fjallabyggða. Á góu var einasta gjafatími. Var þá óstöðugt, blotar og köföld stundum, en nóg jörð og aldrei innistaða. Á einmánuði besta vorblíða; unnið á túnum eftir vild manna, en þó fönn allmikil 4 síðustu daga hans.
Aftur góðviðri til maí og gróður. Með maí kuldasamt til krossmessu, hreta lítið; þá góðviðri og hitar oft til trinitatis [28.maí] í sjöttu viku sumars. Þá gerði mikið hret og var snjór á um viku og fjúk um nætur. Tálmaði það gróðri.
Eftir það stillt og kalsasamt. 26.júní fóru flestir í lestarferð, sem annars undanfarin ár var um og eftir þingmaríumessu. Var þá um lestatíma regnsamt syðra; stórrigning 9.-10. júlí. Voru lestamenn lengi að að leita upp og tæma skreiðarbirgðir Sunnlendinga, því mikils þurfti með. 24.júlí byrjaði sláttur. Voru þá rekjur góðar og þerrir með ágúst af landnorðanstormi og hretviðri og frost á nætur, vond tíð og grasbrestur ytra. Frá 6 ágúst góð heyskapartíð til gangna, en á öllu harðlendi var grasbrestur og varð heyafli í minna lagi, en fyrningar voru miklar.
Um jafndægur mikið hret og og snjór til Mikaelsmessu [29.september]; þá til vetrar þítt, nokkuð stormasamt og óstöðugt. 1. sunnudag í vetri fjarska fönn, er lá í 4 daga, tók fljótt upp. Í nóvember snjólítið, þíður og slyddur og óstöðugt. 4.-10. (s58) des. landnorðanhríðar og fannkoma mikil. Fyrir jól blotar og áfreðar. Á jóladaginn varð jarðbann til allra framdala. (s59)
Frú Gyða Thorlacius segir sumarið hafa verið hagstætt, en kvartar undan trínitatishretinu sem vonlegt er:
(Úr Fru Th.s Erindringer fra Island) Sommeren 1809 var meget gunstig.(s57) I Mai saaede Fru Th. sit sidste Frö. Det kom godt op; men da indtraf et Uveir med Snee og Frost, som varede i 8 Dage, og da Sneen var optoet, vare de grönne Urter nersten alle forsvundne (s58)
1809 Orð og orð úr dagbókum Jóns Jónssonar (uppskrift trj sem breytti stafsetningu)
Janúar mán ... mikið góður
stillt . Febrúar var mikið góður
stillt að veðuráttu, Mars ágætur allur yfirhöfuð. Júlí
kaldur. September í meðallagi. Október
góður að veðuráttu. Nóvember í meðallagi. Desember má enn teljast í meðallagi. Þetta ár ... uppá veðuráttufar verið yfir höfuð að segja rétt gott, veturinn mildur góður og hagstæður og sumarið ogso allsæmilegt þó
þungt áfelli gerði síðast í maí.
Ekki er annað að sjá en að dimm él hafi verið innst í Eyjafirði þann 1.ágúst og Jón minnist á ökklasnjó - en ekki læsilegt hvar það er, líklega hefur hann frétt það að.
Úr tíðarvísum Þórarins í Múla:
Yfir höfuð, en þótt góður væri,
mjög svo undra misfallinn
margir fundu veturinn.
Hörð þá norðan hauðrið veðrin skóku,
ís úr hafi aldan spjó;
ei viðtafir hafði þó.
Vetrartíð að vori fram svo leiddist,
hæg og væg að hörk´ og snjó,
högunum þæga von tilbjó.
Vestan æstist veður hvasst með góu,
frosnu varð á fróni rót,
frekt uppbarði sand og grjót.
Húsa féll og heyja þökum skaði,
voða þétt um víða sveit,
veðrið þetta sundursleit.
Líklegast er að þessi veður hafi gert síðustu tíu daga febrúarmánaðar, en þá gengu nokkuð ruddalegir umhleypingar á Akureyri með miklum hitasveiflum og stormi af og til. Jón á Möðrufelli kvartar þó ekki svo mjög undan veðrinu.
Vetri þýðum vorið eftirfylgdi,
raunar síðla, rammar þó
ráku hríðar niður snjó.
Hér á eftir talar Þórarinn um hvítasunnuhitana og síðan trínitatishretið:
Mestu hitar mundu´ um hvítasunnu,
himin glóðar hægt umfar
högum þjóðar yndi bar.
Skömmu síðar skipast veður í lofti:
Í fardögum yfirsló
ísalögum, hríð og snjó.
Veitti hnekkir vaxtar-ríki öllu:
skemmdi jörð og skepnurnar;
skorpan hörð og langstæð var.
Grasár bágt, og grundin víða kalin,
sumarið veittist síðan allt
sjaldan heitt, en fúlt og kalt.
Svo kemur að hundadagahríðinni - höfum í huga að Þórarinn er staddur í Suður-Þingeyjarsýslu.
Úr hófi keyrði´ í hundadögum miðjum;
verst að frosti vetrarhríð
var, og kostalítil tíð.
Á sumum stöðum sukku hús og bæir,
við heima-túna heyskaps önn
að hálfu búna´ í gadd og fönn.
Gras af kulda gróið lítt og vaxið
fordjarfaðist fast og laust:
firna skaði þar af hlaust.
Hundadaga - hundrað ára gamla -
voða frekan vonsku byl
varla rekur minni til.
Mun og þetta mest í Norðursýslu;
hún hefur þrátt af harðindum
harma mátt og illviðrum.
Og septemberhretið:
Ár og vötnin ísalögum fyllti;
veðra gammur víða fló,
viðdvöl skamma hafði þó.
Aftur bati æskilega góður
Mikaelis-messu frá,
mánuð vel ei þessu brá.
Haustbrim mestu höfin norður æstu;
skaflar sprungu, skelli-klið
sker og klungur börðust við.
Enn nú síðast undir jólaföstu
væga tíðin vistum brá,
vetrar-hríðir lögðust á.
Jón Hjaltalín:
Vetrartíðin færði frið
farsæld víða jörðum,
---
Fram á góu blíðan bjó
brögnum rósemd staka,
aldrei sló á merskis mó,
miklum snjó né klaka
...
Vorið bjó ei virðum ró,
vindar flóa hrjáðu,
fengu þó úr flyðru mó
fisk þeir róa náðu.
Sumars tíð ei sára blíð,
sýndi stríða kafla,
syðra víð þó svana hlíð,
sendi lýðum afla.
Þetta verður að nægja sem stendur um tíðarfar ársins 1809. Þakka Sigurði Þór Guðjónssyni fyrir innslátt Brandstaðaannáls.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:36 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 37
- Sl. sólarhring: 1131
- Sl. viku: 2708
- Frá upphafi: 2426565
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 2412
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.