Hćsti hiti ársins á athugunartíma

Sú ábending kom fram í spurningatíma á fjasbókarsíđu hungurdiska ađ hćsti hiti ársins í Reykjavík til ţessa á hefđbundnum athugunartíma vćri ekki nema 12,7 stig (ţó hámarkiđ sé 14,3 stig) - og ađ sú ágćta mćling vćri frá ţví í apríl. Ţetta er auđvitađ óvenjulegt - og reyndar ţađ lćgsta sem sést hefur fyrri hluta sumars (árs) frá ţví ađ fariđ var ađ athuga 8 sinnum á sólarhring í Reykjavík 1941. En ţrjú dćmi eru um ađ 13,1 stig séu hámark á athugunartíma fyrri hluta árs (1961, 1977 og 1978).

Ţetta er ađ sjálfsögđu nokkuđ spennandi stađa ţannig ađ viđ skulum athuga viđ hvađa tölur er veriđ ađ keppa afgang ársins. Hver er lćgsti hćsti hiti á athugunartíma árs í Reykjavík frá 1941? 

Auđvelt er ađ svara ţví - 15,4 stig og áriđ var 1973. Hámarkshiti ţađ ár mćldist 15,6 stig.

Fram kom í pistli hungurdiska fyrir nokkrum dögum ađ hámarkshiti í Reykjavík fyrstu sex mánuđi ársins hefđi sex sinnum veriđ lćgri heldur en nú frá ţví ađ samfelldar hámarksmćlingar byrjuđu í borginni 1920. Ţađ hefur einu sinni gerst ađ hámarkshiti júlímánađar í borginni hefur veriđ lćgri heldur en 14,3 stigin sem enn eru hámark ársins 2018. Ţađ var 1983, ţegar hámarkshiti í júlí var 13,8 stig. 

Á ţessu tímabili hefur hámarkshiti ársins í Reykjavík ađeins einu sinni veriđ lćgri en 15 stig. Ţađ var 1921 ţegar hiti í Reykjavík fór aldrei upp fyrir 14,7 stig. Okkur vantar nú 0,4 stig til ađ jafna ţá tölu. Hvenćr skyldi sé dagur birtast úr djúpinu?

Í framhaldinu kom upp spurning um hćsta sólarhringslágmarkshita ársins til ţessa í Reykjavík. Hann er ekki nema 8,8 stig. Stađan var svipuđ 1978 - en ţá mćldist lágmarkshiti ađfaranótt 5.júlí 9,1 stig. Nú keppum viđ viđ 1931. Ţá fór lágmarkshitinn fyrst upp fyrir 8,8 stig ţann 8.júlí og 1922 ekki fyrr en ţann 16. 

Hćsti lágmarkshiti ársins hefur alltaf veriđ ofan viđ 10 stig síđan samfelldar mćlingar á honum byrjuđu í Reykjavík 1920, en lćgstur 10,1 stig 1967. Hann var 10,2 stig 1922, 1979 og 1983. Dćmi eru um lćgri tölur frá ţví á 19.öld. 

Fremur sjaldgćft er ađ hćsta lágmark ársins í Reykjavík komi snemma sumars. Ţađ hefur gerst 13 sinnum síđustu 98 árin ađ hćsta lágmarki hefur veriđ náđ fyrir 6.júlí - en 85 sinnum síđar á sumrinu. Einu sinni kom hćsta lágmarkiđ í maí, ţađ var 1988, ađeins ţrisvar hefur ţađ lent í júní, en 46 sinnum í júlí, 41 sinni í ágúst, 6 sinnum í september og einu sinni í október (1959). Nokkrum sinnum hefur ţađ orđiđ jafnhátt fleiri en einn dag - hér er fyrsta skiptiđ taliđ en hin ekki. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Feb. 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010225b
  • w-blogg010225a
  • w-blogg290125d
  • w-blogg290125c
  • w-blogg290125b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 243
  • Sl. sólarhring: 400
  • Sl. viku: 2602
  • Frá upphafi: 2439537

Annađ

  • Innlit í dag: 204
  • Innlit sl. viku: 2360
  • Gestir í dag: 188
  • IP-tölur í dag: 175

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband