Kaldur dagur suđvestanlands

Dagurinn (19.júní) var harla kaldur suđvestan- og vestanlands. Sólarhringsmeđalhiti í Reykjavík reiknast 6,3 stig, -3,7 stig neđan međallags síđustu tíu ára og hefur ekki veriđ svo lágur nokkurn dag síđari hluta júnímánađar frá ţví 1992 - en ţá komu margir afarkaldir dagar í röđ um jónsmessuna og snjó festi rétt ofan viđ bćinn snemma morguns. Sé leitađ ađ 19.júní einum og sér ţarf ađ fara aftur til gćđasumarsins 1974 til ađ finna jafnkaldan.

Hegđan hitans í dag var ţó óvenjuleg - hann var nánast jafn allan sólarhringinn. Lágmarkshiti dagsins [6,0 stig] telst ţannig ekki sérlega lágur miđađ viđ međalhitann. Hann hefur t.d. fjórum sinnum veriđ lćgri ţann 19.júní á ţessari öld. Ţađ er „einkennilegra“ međ hámarkshitann. Hćsti hiti sólarhringsins á sjálfvirku stöđinni var 7.8 stig, ţađ er óvenjulágt hámark í Reykjavík nćrri sólstöđum. En ţetta er ekki sú tala sem fćrist til bókar sem hámarkshiti dagsins heldur 9,8 stig. Sólarhringur hitaútgilda nćr nefnilega frá kl.18 daginn áđur til kl.18 viđkomandi dag. Ţetta fyrirkomulag (sem var á árum áđur algjörlega óhjákvćmilegt) mun um síđir heyra sögunni til - ţegar mannađar mćlingar leggjast endanlega af - og gerir ţađ nú ţegar á sjálfvirku stöđvunum. 

Víđa um heim er međalhiti sólarhrings skilgreindur sem beint međaltal hámarks- og lágmarkshita. Ţađ međaltal er oftast ekki fjarri lagi - en sjáum til hvađ gerist međ daginn í dag ef viđ notum ţá reglu. Međaltal 9,8 og 6,0 er 7,9 stig - langt ofan viđ ţau 6,3 sem viđ fáum međ ţeirri ađferđ sem notuđ hefur veriđ áratugum saman. Ef viđ reiknum međaltal hámarks- og lágmarks sjálfvirku stöđvarinnar [sem miđađ er viđ „réttan“ sólarhring] verđur útkoman 6,9 stig - mun lćgra en 7,9 en samt marktćkt hćrra en ţau 6,3 stig sem viđ sögđum ađ ofan ađ međaltaliđ vćri. „Réttur“ međalhiti sjálfvirku stöđvarinnar var hins vegar 6,4 stig. 

Nú eru flestir lesendur sjálfsagt löngu búnir ađ tapa ţrćđi - en vonandi átta sumir ţeirra sig samt á ţví ađ vegna ţess ađ reglur um međaltalsreikninga og aflestur mćla hafa breyst í gegnum tíđina (ţví miđur, ţví miđur, ţví miđur) - og enn er veriđ ađ hringla međ slíkt (og víst ekki hjá ţví komist) ţarf alltaf ađ vera ađ reikna gömul međaltöl upp á nýtt og samrćma ţau sem best verđur. 

Lesendur mega vita ađ ţađ er hćgt ađ gera ţetta á viđunandi hátt - ekki ţó án ţess ađ ţeir sem vinna viđ ţađ viti hvađ ţeir eru ađ gera og kunni ađ greina hvađ er hvađ, en ţađ verđur aldrei til nein endanleg hitatímaröđ. Mestallt ţras um breytingar á hitaröđum er byggt á misskilningi (eđa skilningsleysi) og er ţví afskaplega ţreytandi. Bent er á gćs og hún sögđ vera hundur. Verst er ađ fjöldi manns trúir ţví - og af ţessu er stöđugt ónćđi og ćsingur - ekki síst nú á netöld - hingađ til lands berast meira ađ segja öldur misskilnings allt frá Ástralíu - víst sé gćsin hundur.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 1964
  • Frá upphafi: 2412628

Annađ

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 1717
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband