16.6.2018 | 14:17
Júniþrepið mikla
Júnímánuðir þessarar aldar hafa að jafnaði verið mun hlýrri heldur en almennt var áður. Segja má að breytingin hafi orðið í einu þrepi - frá 2001 til 2002. Eftir þann tíma er meðalhiti júní í Reykjavík 10,4 stig, en var næstu 16 ár á undan ekki nema 9,0 stig [og sama á viðmiðunarskeiðinu 1961 til 1990]. Hann var meira að segja ekki nema 9,6 stig á hlýskeiðinu 1931 til 1960. Eftir 2001 hefur júníhiti í Reykjavík alltaf verið ofan við gamla meðallagið og aðeins tvisvar neðan meðallags hlýju áranna 1931-1960 (og einu sinni jafnhár því).
Þetta ástand er orðið svo langvinnt að farið er að reikna með því sem eðlilegu. Að vísu er veðurfar hlýnandi á heimsvísu, en stór þrep af þessu tagi eru varla þeirri þróun eingöngu að kenna. Það er svosem hugsanlegt að skeiðið fyrir þrep hafi verið óeðlilega kalt og að júníhitinn hafi því aðeins verið að fá leiðréttingu sinna mála.
Myndin sýnir meðalhita júnímánaðar í Reykjavík allt aftur til 1870. Áður en þrepið mikla var stigið 2002 hafði meðalhiti mánaðarins varla náð 10 stigum áratugum saman - og þegar hann gerði það á annað borð var það ekki með neinum glæsibrag - nema í fáein skipti á stangli fyrir 1942. Sé hin almenna leitni (blá lína) fulltrúi hnattrænnar hlýnunar (ekkert víst að hún sé það) er ljóst að júníhlýindi þessarar aldar eru talsvert umfram þær væntingar sem menn geta tengt heimshlýnun. Við vitum að sjálfsögðu ekkert um það hvað gerist í þeim efnum. Vel má vera að annað þrep upp á við bíði okkar á næstu árum eða áratugum - en ekki er heldur ólíklegt að eitthvað af hlýindunum gangi aftur til baka - færist e.t.v yfir á maímánuð en í honum hefur mun minna hlýnað en í júní, júlí og ágúst.
Þó breytileiki hita frá degi til dags í júní í Reykjavík geti verið töluverður er hann samt oftast lítill.
Það þarf aðeins að hugsa til að átta sig á þessari mynd. Reiknaður er meðalhiti hvers sólarhrings í júní í Reykjavík á árunum 1871 til 2017. Síðan er talið hversu oft hann fellur á hvert stig. Hér var það reyndar gert þannig að í flokkinn 9 falla öll sólarhringsmeðaltöl sem eru frá 9,00 til 9,99 stig og svo framvegis. Heildarfjöldi daga er talinn og hlutföll reiknuð (í prósentum).
Bláar súlur sýna niðurstöður tímabilsins alls 1871 til 2017. Algengast er að sólarhringsmeðalhitinn falli á bilið 9 til 10 stig - meir en 20 prósent tilvika, 5.hver dagur. Brúnu súlurnar sýna tímabilið 1949 til 2017. Þá var líka algengast að hiti væri 9 til 10 stig. Grænu súlurnar sýna hins vegar síðustu 20 ár, 1998 til 2017. Þá var algengast að hitinn væri 10 til 11 stig, og dagar með 12 til 13 stiga og 13 til 14 stiga hita voru þá tvöfalt fleiri heldur en á lengri tímaskeiðunum.
Við sjáum líka að dagar þegar hiti var á bilinu 6 til 7 stig voru helmingi fleiri áður fyrr heldur en þeir hafa verið á síðari árum og dagar þegar meðalhiti var undir 6 stigum voru nærri fjórum sinnum fleiri á árum áður heldur en verið hefur að undanförnu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 43
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 1964
- Frá upphafi: 2412628
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 1717
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.