15.6.2018 | 20:40
Fyrstu 8 vikur sumars
Spurt var um stöðu mála eftir fyrstu 8 vikur sumars. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur veður fram undir þetta verið mjög tvískipt á landinu. Mikil hlýindi norðaustan- og austanlands, en svalara suðvestanlands. Úrkoma hefur verið óvenjumikil og sólskinsstundir fáar á Suðvestur- og Vesturlandi, framan af rigndi einnig talsvert eystra, en síðan stytti þar upp og sólin fór að skína. Síðustu daga hefur aftur breytt til.
Hitafar suðvestanlands telst vart til stórtíðinda, -0,3 stigum neðan meðallags 1961-1990 í Reykjavík, en -1,3 neðan meðallags síðustu tíu ára. Talsvert kaldara var á sama tíma 2015. Á Akureyri hefur hitinn hins vegar verið +1,7 stigum ofan meðallags 1961-1990 og +0,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Það er ekki mjög oft sem þessi árstími hefur verið hlýrri á Akureyri - en þó var nokkru hlýrra árið 2014. Við eigum daglegan meðalhita ekki á lager lengra aftur á Dalatanga en til 1949 og hafa fyrstu tvær vikur sumars aldrei á þeim tíma verið jafnhlýjar þar og nú.
Eins og áður sagði hefur úrkoma verið óvenjumikil í Reykjavík. Myndin sýnir úrkomu fyrstu átta vikur sumars allt aftur til 1885 - fáein ár vantar framan af.
Þetta er sannarlega óvenjulegt - eins og sjá má var úrkoma á þessum tíma einnig mjög mikil í fyrra. Helst er keppt við fyrstu átta vikur sumars 1896 í úrkomumagni. En myndin sýnir líka vel hversu gríðarbreytilegt magnið er frá ári til árs og að auki mjög tilviljanakennt.
Svipað má segja um sólskinsstundafjöldann. Sólin hefur lítið látið sjá sig.
Sólarleysið hefur verið óvenjulegt miðað við síðari ár, en á árabilinu 1980 og fram yfir 1990 var það ámóta á sama tíma og það nokkrum sinnum. Sólskinsstundir voru enn færri hernámsvorið 1940 heldur en nú.
Hálfur júnímánuður er nú liðinn. Meðalhiti hans í Reykjavík er nú 8,6 stig, nákvæmlega í meðallagi áranna 1961 til 1990, en -1,3 stigum neðan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Hitinn er í 15.hlýjasta sæti á öldinni (af 18). Töluvert kaldara var sömu daga 2011, 2015 og 2001. Á langa listanum eru dagarnir í 81. sæti af 144. Hlýjastir voru þeir árið 2002, meðalhiti 12,0 stig, en kaldastir 1885, meðalhiti aðeins 5,8 stig.
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 15 daga júnímánaðar 10,9 stig, +2,1 stigi ofan meðallags áranna 1961-1990, en +1,7 ofan meðallags síðustu tíu ára. Miðað við síðustu tíu ár hefur að tiltölu verið hlýjast á Eyjabökkum, +4,6 stig ofan meðallags, en kaldast hefur verið á Hraunsmúla í Staðarsveit, -1,8 stig neðan meðallagsins.
Úrkoma hefur mælst 17,3 mm í Reykjavík og er það við meðallag síðustu tíu ára. Óvenjuþurrt hefur verið á Vestfjörðum.
Sólskinsstundir hafa mælst óvenjufáar í Reykjavík það sem af er júnímánuði, aðeins 31. Aðeins tvisvar er vitað um færri sólskinsstundir sömu daga, það var 1988 og 2013.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 16.6.2018 kl. 02:10 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1009
- Sl. sólarhring: 1110
- Sl. viku: 3399
- Frá upphafi: 2426431
Annað
- Innlit í dag: 899
- Innlit sl. viku: 3055
- Gestir í dag: 875
- IP-tölur í dag: 809
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.