Mishlý mánaðarbyrjun

Að vísu segja fyrstu sjö dagar mánaðar lítið um meðalhita hans í heild - en ólík hefur staðan verið á Suðvesturlandi og norðaustan- og austanlands. Við skulum til gamans líta á tölur sem sýna þennan mun vel. 

w-blogg080618a

Reynum að skýra út hvað það er sem taflan sýnir. Hver lína sýnir samtölur fyrir hvert spásvæði Veðurstofunnar (ættu að vera kunnugleg nöfn úr veðurfréttum). Ártal og mánuður eru augljós - en hér er aðeins átt við fyrstu sjö daga mánaðarins. Dálkur með fyrirsögninni „st-fjöldi“ segir til um hversu margar stöðvar eru teknar með í meðaltalið á hverju svæði. Dálkur sem heitir hiti er meðalhiti allra stöðva á svæðinu - hefur ekki mjög mikla merkingu í samanburði. Það eru hins vegar upplýsingar fremsta dálksins sem við erum að fiska eftir. Hvar er meðalhiti þessara daga miðað við aðra almanaksbræður á öldinni? 

Hitinn á Faxaflóastöðvunum er í 14. sæti - það þýðir að þessir sömu sjö júnídagar hafa fjórum sinnum á öldinni verið kaldari en nú, Breiðafjarðarstöðvarnar eru einu sæti ofar - því þrettánda. Svo glæðist mjög. Á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum hafa dagarnir aðeins þrisvar verið hlýrri en nú, og ekki nema einu sinni á stöðvunum á Suðausturlandi og á miðhálendinu. 

Lítum líka á vegagerðarstöðvar á sömu svæðum - nema að engin þeirra er á miðhálendinu (þá línu vantar því).

w-blogg080618b

Faxaflói er í sama sætinu, því 14. Breiðafjörður er nú í tíundahlýjasta sæti. Það helgast væntanlega af því að vegagerðarstöðvar á því svæði eru almennt hærra yfir sjó heldur en hinar almennu sjálfvirku - og lengra frá sjó. Það hefur aldrei - það sem af er öldinni að segja - verið hlýrra en nú á vegagerðarstöðvunum á Austfjörðum fyrstu viku júnímánaðar. 

Fyrri taflan sýnir okkur líka að dagarnir sjö eru hlýrri á miðhálendinu heldur en við sjávarsíðuna á Suður- og Vesturlandi, en höfum samt vara á slíkum talnasamanburði. 

En nú virðist eiga að breyta eitthvað um veðurlag - þó varla snúist það við er líklegt að hiti verði næstu vikuna jafnari á landinu en verið hefur þá síðustu - spáð er heldur kólnandi eystra, en hiti vestanlands verði ámóta lágur og verið hefur. Því hefur líka verið fleygt að næstu vikur verði svalar og sólarlitlar á landinu - en ekki skulum við samt hafa oftrú á slíkum spám. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 65
  • Sl. sólarhring: 324
  • Sl. viku: 2832
  • Frá upphafi: 2427384

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 2535
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband