Aprílvik við Atlantshaf

Við lítum til gamans á hitavik í nýliðnum apríl í 850 hPa-fletinum - eins og evrópureiknimiðstöðin sýnir. Miðað er við tímabilið 1981 til 2010. 

w-blogg020518a

Mjög hlýtt var á meginlandi Evrópu og hlý tunga vestur um Grænland norðanvert snertir Ísland. Vikamynstri yfir Íslandi ber ekki illa saman við þau vik sem komu fram á veðurstöðvunum, að tiltölu var einna svalast suðaustanlands, en hlýjast um landið vestanvert.

Kuldi vestur við Hudsonflóa teygði sig austur á Atlantshaf. Nokkuð þrálátt mynstur á síðari árum. Köldu vikin á kortinu eru mun meiri en sjávarhitavik á sama svæði - sjórinn hitar kalda loftið úr vestri baki brotnu. 

Hér á landi var austanátt talsvert meiri en venjulega á þessum árstíma - en sunnanátt nær meðallagi. Þökkum Bolla fyrir kortagerðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 99
  • Sl. sólarhring: 104
  • Sl. viku: 1735
  • Frá upphafi: 2465673

Annað

  • Innlit í dag: 85
  • Innlit sl. viku: 1554
  • Gestir í dag: 79
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband