29.4.2018 | 23:18
Á háloftavaktinni
Nú (sunnudagskvöld 29.apríl) virðist tilefni til að rifja upp lægstu stöðu 500 hPa-flatarins hér við land í maímánuði. Apríl er þó enn ekki lokið þegar þetta er skrifað og eins og venjulega er rétt að taka spám með varúð - sérstaklega þeim sem innihalda eitthvað óvenjulegt. En það er sum sé spáð óvenjulágum 500 hPa-fleti hér við land næstu daga - og lágum veðrahvörfum - miðað við árstíma.
Evrópureiknimiðstöðin segir hæðina fara niður í 5030 metra yfir Vestfjörðum 1.maí og síðan alveg niður í 4970 metra á fimmtudagskvöld (3.maí). Bandaríska spáin fyrir 1.maí er aðeins hærri, en fimmtudagstalan svipuð og hjá evrópureiknimiðstöðinni.
Þessar tölur kveikja á ljósum í mælaborði ritstjóra hungurdiska og rifjar hann (nær ósjálfrátt) upp lægstu eldri tölur sem vitað er um.
Fyrst er að spyrja háloftaathuganir frá Keflavíkurflugvelli. Lægsta maígildi sem vitað er um þar eru 5011 metrar - örlítið lægra en það sem spáð er 1. maí, en hærra en það sem (nú er) spáð á fimmtudag. Þessi lági 500 hPa-flötur mældist að kvöldi 3. maí 1963. Ritstjórinn man þann dag vel - beið spenntur eftir illviðri (sem reyndar skilaði sér ekki að fullu í Borgarfjörðinn). Eftirköstin urðu hins vegar snjókoma og frost dagana á eftir.
Næstlægsta hæðarmælingin var gerð að morgni 13.maí 1956. Það veður man ritstjórinn hins vegar ekki - en þekkir það vel af afspurn því loftþrýstingur hefur aldrei mælst lægri í maí hér á landi en þennan dag, 967,3 hPa á Stórhöfða.
Þegar 500 hPa-flöturinn er mjög lágur fylgir líka lágur loftþrýstingur. Hversu lágur hann verður fer hins vegar eftir því hversu hlýr neðri hluti veðrahvolfs er hverju sinni. Það er þykktin sem mælir það - og þykktarlágmarksmetum maímánaðar virðist ekki ógnað - enda kemur loftið úr vestri en ekki norðri.
Endurgreiningin bandaríska giskar á 500 hPa-hæðina aftur í tímann - og gerir það oft vel. En henni er þó ekki jafnvel treystandi og háloftaathugunum - sérstaklega áður en farið var að gera slíkar athuganir. En lítum engu að síður á ágiskanir hennar um lága stöðu 500 hPa-flatarins í maí.
Lægsta talan sem hún finnur í námunda við landið í maí er 4970 metrar - sama tala og verið er að spá á fimmtudaginn. Þetta á að hafa gerst 1.maí 1934. Vel má vera að þetta sé nærri lagi, alla vega var veður afskaplega dapurlegt á landinu um þær mundir - umhleypingar og kalsaveður segir Veðráttan. Þrýstingur fór lægst niður í 973,5 hPa.
Önnur sérlega lág tala birtist í endurgreiningunni þann 27.maí 1930, 4995 metrar. Athyglisvert er hversu seint þetta er í mánuðinum og því í raun enn óvenjulegra fyrir vikið. Gæti líka verið nærri lagi. Þessi atburður var hluti af slæmu hreti, Veðráttan segir: ... kom lægð norðvestan yfir Grænland og fór hér suðaustur yfir landið. Olli fyrst vestan átt og síðan norðangarði, með hríðarbyl á Vestfjörðum, en kalsaveðri og slyddu á Norðurlandi. Loftþrýstingur fór lægst niður í 975,5 hPa í þessu veðri.
Þriðja tilvikið sem við finnum fyrir tíma háloftaathugana er frá 1.maí 1897. Að sögn fór hæðin þá niður í 5016 metra, en þrýstingur mældist lægstur 970,8 hPa þannig að líklega er ágiskun endurgreiningarinnar um hæð 500 hPa-flatarins ekki fjarri sanni. Mikið illskuveður fylgdi - við munum vonandi rifja það upp hér síðar á hungurdiskum í umfjöllun um árið 1897 (hvenær sem að því nú kemur). En upphaf fréttar Ísafoldar um veðrið er þó svona: Tíu daga vorhret, svo stórkostlegt að veðurhæð, kulda og snjókomu um meiri hluta lands, sem um hávetur væri, - það eru raunatíðindi þau, er nú höfum vér að flytja.
Hungurdiskar munu greina frá þróun mála - verði metum ógnað í raun. En munum enn og aftur að spár eru bara spár - og þær eru sífellt að bregðast.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:39 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 178
- Sl. sólarhring: 384
- Sl. viku: 2557
- Frá upphafi: 2434999
Annað
- Innlit í dag: 158
- Innlit sl. viku: 2268
- Gestir í dag: 150
- IP-tölur í dag: 145
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.