23.4.2018 | 00:13
En ţađ kemur hćgt og hćgt
Segir um voriđ í ljóđi Jóns Magnússonar úr Fossakoti í Andakíl og sungiđ er viđ lag Sigvalda S. Kaldalóns. Í heiđhvolfinu er vorkoman ađ jafnađi snögg - á sér stađ ţegar vindátt snýst varanlega úr vestri í austur. Hefur reyndar veriđ međ flatneskjulegra móti í ţessum mánuđi.
Umskiptin niđri í veđrahvolfi eru líka skyndileg - en ţó ţannig ađ ţau sjást mun betur í međaltölum heldur en í veđri frá degi til dags - erfitt oft ađ negla skiptin niđur á ákveđna dagsetningu hverju sinni. Ţannig er ţađ einnig nú. Ţađ dregur eindregiđ úr afli heimskautarastarinnar, og kuldapollarnir stóru dragast saman og fara loks úr sínum hefđbundnu sćtum og taka ađ reika um norđurhöf - stefnulítiđ. Í ţeim lifir vetrarkuldi furđulengi og sýnir sig ţar sem leiđin liggur um hverju sinni. - Stöku sinnum meira ađ segja hér á landi.
Hér má sjá spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um hćđ 500 hPa-flatarins og ţykktina ţriđjudaginn 24. apríl. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Hér er sumariđ nokkuđ langt frá Íslandi, ritstjóri hungurdiska miđar oft viđ mörkin milli grćnu og gulbrúnu litanna sem einkenni sumarsins. Guli liturinn skýst stundum norđur til okkar á vetrum - og verđur smám saman ágengari eftir ţví sem hiđ venjubundna sumar nálgast.
Ţegar komiđ er fram á hörpu viljum viđ helst ekki vera í bláa litnum - getum sćtt okkur viđ ţann grćna - svona til bráđabirgđa. Ljósasti grćni liturinn er reyndar algengur hér allt sumariđ og ekki stórkostleg ástćđa til ađ kvarta undan honum nema ţá rétt í júlímánuđi.
En ţađ er líka langt í verulega kulda. Kuldapollarnir stóru hafa mjög látiđ á sjá - en eru ţó hér enn á sínum eđlilegu ađalstöđvum, eyjunum norđur af Kanada og norđurströnd Síberíu. Töluverđ fyrirferđ er í kaldri útrás yfir Bergingshafi og Aljúteyjum og tekur hún í bili dálítinn ţrýsting af kuldasóknum í átt til okkar.
En eins og oft hefur veriđ á minnst hér á hungurdiskum áđur er tímabiliđ frá sumardeginum fyrsta og fram undir 20. maí eiginlega sérstök árstíđ á Íslandi, fellur vel ađ mánuđinum hörpu. Ţá eru norđannćđingar hvađ tíđastir og sólfar mest. Sést í međaltölum en alls ekki á hverju ári. Allt ţó í góđu lagi sé vindur ekki mikill - og friđur fyrir kjörnum kuldapollanna. Ţar eru leiđindin.
Spurning hvernig harpa fer međ okkur ađ ţessu sinni.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Breytt 24.4.2018 kl. 01:45 | Facebook
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 6
- Sl. sólarhring: 902
- Sl. viku: 2328
- Frá upphafi: 2413762
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2147
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Vonandi fer Harpa vel međ menn og skepnur ţetta áriđ. Nú er ađ koma sá tími í sveitum ţar sem gott tíđarfar skiptir hvađ mestu. Trausti ţú kallar ţetta sér árstíđ međ ríkjandi norđanátt og sólfari. Svosem eins og manni finnst svo algengt og svo eitt og eitt ár heldur verra međ kuldahretum og jafnvel snjókomu a.m.k. um norđanvert landiđ. Nú ţetta áriđ hefur ađdragandi vorsins veriđ međ miklum ágćtum, grćn slykja komin á betri tún og einhver nál ađ koma í góđan úthaga. Frost fariđ ađ mestu úr jörđu a.m.k. ţar sem ég ţekki best til í Skagafirđi. Ţađ má ţví nokkuđ breytast til hins verra til ađ ekki verđi sćmilegasta grasspretta. Ţađ er ţá helst viđvarandi vorţurrkar sem er slćmt ef frost fer of snemma úr jörđu.
Hjalti (IP-tala skráđ) 23.4.2018 kl. 10:49
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.