Um fyrstu tíu daga aprílmánaðar

Nú er þriðjungur aprílmánaðar liðinn. Meðalhiti fyrstu tíu dagana er 1,9 stig í Reykjavík, +0,2 stigum ofan meðallags sömu daga áranna 1961-1990, en -1,7 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn er því í 13.hlýjasta sæti á öldinni (af 18), en í 73. sæti í 144-ára listanum. Það eru sömu dagar 1926 sem eru efstir á þeim lista, meðalhiti +6,6 stig, en kaldastir voru þeir 1886, meðalhiti -4,5 stig.

Á Akureyri er meðalhiti mánaðarins það sem af er -1,0 stig, -1,4 stigum neðan meðallags 1961-1990, en -3,0 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Nokkuð kalt, en þó er vitað um 17 kaldari aprílupphöf á Akureyri síðustu 83 árin. Kaldast 1961. Þá var meðalhiti sömu daga -6,1 stig.

Úrkoma hefur aðeins mælst 4,9 mm það sem af er mánuði í Reykjavík, um fimmtungur meðalúrkomu, en 16 mm á Akureyri og er það umfram meðallag.

Hiti er alls staðar undir meðallagi síðustu tíu ára á landinu, minnst er vikið á Hornbjargsvita -0,6 stig, en mest á Brúarjökli og við Kárahnjúka, -5,4 stig.

Tvö ný dægurlandslágmarksmet hafa verið sett í mánuðinum. Þann 5. mældist frostið á Brúarjökli -20,7 stig, hafði mest mælst -18,9 stig áður þennan dag, og þann 6. mældist frostið -22,8 stig, hafði mest mælst -22,3 stig áður þennan dag, í Grímsey 1968 (stendur sú tala enn sem byggðarlágmark dagsins).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglivert vídeó m.a. um endurbætur á NASA GISS tölum frá Reykjavík

https://realclimatescience.com/2018/04/new-video-arctic-sea-ice-just-as-thick-as-60-years-ago/

Leifur (IP-tala skráð) 11.4.2018 kl. 13:20

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Verst að talsvert er af rangfærslum (þekkingarleysi aðallega frekar en viljandi rangfærslur) í myndbandinu -

Trausti Jónsson, 11.4.2018 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 84
  • Sl. sólarhring: 232
  • Sl. viku: 1049
  • Frá upphafi: 2420933

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 926
  • Gestir í dag: 77
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband