Dálítiđ óvissulćgđardrag

Nú (páskadag) hefur myndast dálítiđ lćgđardrag viđ Vesturland. Tilurđ ţess hefur reyndar veriđ inni í spám nú í fáeina daga - en dálítiđ hring hefur veriđ međ snerpu ţess og nákvćma stađsetningu. Sú óvissa heldur áfram. En úrkoman er komin vel af stađ.

w-blogg010418ia

Veđursjá Veđurstofunnar á Miđnesheiđi sýnir úrkomu núna kl. 13:40 - hér er hún reyndar ókvörđuđ, en endurkastiđ er mest á gulu og grćnu svćđunum - og úrkoma ţar líklega mest, kannski 1 til 3 mm á klukkustund - stöđvar á svćđinu mćla nú slíka úrkomu. 

w-blogg010418ib

Nćsta mynd sýnir vindaspá harmonie-iga-líkansins sem gildir kl.20 í kvöld. Ţá sjáum viđ ađ loft úr suđri ţrengir sér til norđurs yfir Breiđafjörđinn í átt til Vestfjarđa, vindhrađi er samt ekki mikill - ekki nema á smáblettum á norđanverđu Snćfellsnesi. Á móti heldur norđaustanátt viđ Vestfirđi. 

Úrkoman er áköfust á áttamótunum. Ţegar hér er komiđ sögu fer norđaustanáttin ađ fá liđsauka úr norđri og gengur í ađ ýta áttamótunum aftur til suđurs.

w-blogg010418ic

Ţetta kort sýnir úrkomuákefđina eins og líkaniđ segir hana verđa kl. 20 í kvöld. Fjólubláa merkingin sýnir snjókomu, en sú grćna regn. Ţarna er úrkoman mest viđ norđanverđan Breiđafjörđ, meiri en 8 mm á klukkustund ţar sem mest er ţar - ţađ er býsnaákveđin snjókoma og yfir Fróđárheiđi má sjá töluna 13 mm/klst. Hvort ţessar tölur raungerast vitum viđ ekki - ţćr gćtu líka gert ţađ annars stađar en hér er sýnt. Smáatriđi spár sem ţessarar breytast allmikiđ frá einni spárunu til annarrar.

En ţegar kemur fram yfir miđnćtti á úrkomusvćđiđ ađ fara ađ ţokast til suđurs, heldur síđan ţeirri hreyfingu áfram og sé ađ marka spána verđur ţađ komiđ alveg suđur af landinu seint annađ kvöld. Ţađ hefur ţá skilađ úrkomu - ađallega snjó um mestallt landiđ vestanvert.

w-blogg010418id

Ţetta kort sýnir uppsafnađa úrkomu (í mm) frá ţví á hádegi í dag (páskadag) fram til kl. 20 annađ kvöld (annan dag páska). Henni verđur greinilega mjög misskipt. Ţađ er t.d. svćđi ofan Reykjavíkur ţar sem ekki er spáđ neinni úrkomu (í ţessari spárunu), en vestur á Miđnesheiđi má hins vegar sjá töluna 22 mm. Falli ţađ allt sem snjór (og bráđni ekki viđ jörđ) yrđi snjódýptin orđin um 20 cm. - Vestur á fjöllum Snćfellsness má sjá töluna 60 mm - ţađ er snjódyngja. 

En smáatriđi korts sem ţessa er sífelldum breytingum undirorpiđ - kannski verđur raunveruleikinn svona - kannski ekki. En vissara er ţó ađ gera ráđ fyrir einhverri snjókomu víđa um land, ekki síst á Snćfellsnesi, viđ Breiđafjörđ - og kannski snjóar líka talsvert á Reykjanesi. 

Svo er spáđ nokkurra daga norđaustanátt. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 133
  • Sl. sólarhring: 236
  • Sl. viku: 1098
  • Frá upphafi: 2420982

Annađ

  • Innlit í dag: 120
  • Innlit sl. viku: 969
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband