Kuldaleg vika (að sögn evrópureiknimiðstöðvarinnar)

Spá evrópureiknimiðstöðvarinnar fyrir næstu 7 daga er afskaplega kuldaleg. 

w-blogg050318a

Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), meðalþykkt (strikalínur) og þykktarvik (litir) dagana 5. til 11. mars. Fjólublái liturinn segir að hiti í neðri hluta veðrahvolfs verði 5 til 6 stigum undir meðallagi árstímans. Í mannheimum verða vikin minni - við sjávarsíðuna að minnsta kosti. 

Gríðarleg hlýindi eru hins vegar vestan Grænlands. Meðalvindátt í háloftunum stendur af Grænlandi og er vindur ekki stríður. Hvert smálægðardragið á fætur öðru kemur með norðvestanáttinni. Það er ekki þægileg staða, en samt virðist sem að engin sérstök illviðri séu í pípunum - alla vega ekki á landsvísu. En líklega er best að fjölyrða sem minnst um það - norðvestanáttin er afskaplega svikul átt. 

Sé þessi spá rétt verður að telja harla ólíklegt að landið suðvestanvert sleppi alveg við snjókomu alla vikuna - það er nægilega kalt til þess að sjór og loft búi í sameiningu til einhverjar éljalægðir eða bakka - auk þess sem lægðardrögin sem koma yfir Grænland ýta undir slíkt þó þau virðist ekki öflug. 

Eins og sjá má virðist sem versti kuldinn hafi yfirgefið meginland Evrópu - og einnig Bretland að miklu leyti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg081025b
  • w-blogg081025a
  • w-blogg061025b
  • w-blogg061025a
  • w-blogg041025a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 13
  • Sl. sólarhring: 254
  • Sl. viku: 1847
  • Frá upphafi: 2503967

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1668
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband