Heldur óskipulegt

Við gjóum augum á gervihnattamynd kvöldsins (sunnudag 4. mars).

avhrr_180304_2232

Heldur er skýjafar óskipulegt - ákveðin norðaustanáttin sér þó til þess að vel hreinsar frá landinu suðvestan- og vestanverðu. En sé farið að rýna í má sjá sitthvað athyglisvert. Þarna eru nokkrir hvítir háskýjaflókar - sá sem er neðst til hægri er reglulegastur, er jaðar á lægðasvæði yfir Bretlandseyjum og Norðursjó.

Lengst til vinstri eru tætingsleg háský sem koma úr norðvestri yfir Grænland - en við Suðaustur- og Austurland eru aðrar breiður, báðar á leið til suðurs og suðvesturs. Spár segja okkur að þær tengist lægðardragi sem er að myndast á þessum slóðum. Það á að verða að lægð nokkuð fyrir sunnan land - en jafnframt á það að slengja skottinu vestur yfir landið - með hugsanlegri snjókomu um stund í austan- og norðaustanátt um landið sunnanvert annað kvöld eða aðra nótt. Norðaustanlands heldur éljagangur eða snjókoma áfram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 62
  • Sl. sólarhring: 331
  • Sl. viku: 1635
  • Frá upphafi: 2466195

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 1499
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband