27.2.2018 | 23:04
Hæðin siglir til vesturs
Enn er mjög hlýtt víðast hvar á landinu og verður líklega líka á morgun (miðvikudag) síðan fer kólnandi. Heldur er óljóst hvernig sá kuldi hegðar sér - við vitum ekki hvort hann fellst í tiltölulega meinlausri norðaustanátt - eða hvort hann nær að hrökkva í meiri vind og hörku. Það verður víst bara að koma í ljós. En lítum á stöðuna á meðan - eins og evrópureiknimiðstöðin vill nú hafa hana síðdegis á fimmtudag (1. mars).
Við tökum strax eftir hæðinni miklu sem í dag er rétt austan við land - en verður þarna komin yfir Grænland. Í framhaldinu á að dofna yfir henni jafnframt því sem hún þokast enn lengra vestur. Um leið og við komumst í norðanáttina austan hæðar fer hún að draga kaldara loft úr norðri yfir landið.
Mesti kuldinn er hér kominn vestur fyrir Evrópu - er í mikilli upphitun á Atlantshafi vestan Bretlands - spurning hvað verður úr því. Leifar liggja líka eftir við Danmörk og austur um til Svartahafs - trúlega leiðindaveður þar með - en mikið hefur hlýnað í Frakklandi og við Miðjarðarhaf.
Hæðin hrakti kuldapollinn Stóra-Bola úr bæli sínu og er honum nokkuð brugðið - miðja hans á kortinu vestur af Bankseyju. Hann verður smástund að jafna sig - en er alls enginn aumingi og til alls líklegur. Við vonum að aðalhæðin verði úr sögunni áður en hann fer að hreyfa sig til austurs - þannig að hann geti leitað aftur í sitt eðlilega sæti í stað þess að fara á flakk norðan Grænlands þar sem hann er bein ógnun fyrir okkur.
En það er ekkert hlýtt loft á leið til okkar heldur (að minnsta kosti í spánum). Það er þó aldrei að vita - spárnar sjá ekki allt - langt í frá.
Rifjum til gamans upp gamlan sænskan veðurfarstexta - úr bókinni (var fyrirlestur reyndar): Om climaternes rörlighet eftir sænskan fríherra Ehrenheim að nafni - árið er 1824 og við erum á síðu 26:
Þegar komið er niður á miðja síðu stendur (í mjög lauslegri þýðingu): Því harðari sem vetur er í Þýskalandi og Miðevrópu því mildari og blíðari er hann við Íshafið. Ekkert er betur staðfest í veðurfræði - að kuldi er einskonar gefin stærð - þegar hann þrýtur á einum stað verður ofgnótt af honum á öðrum.
Hér er einfaldlega verið að segja að kuldinn sé takmörkuð auðlind - og þrátt fyrir allt eiga kuldapollar norðurhvels sér sín takmörk - megin þeirra nær ekki um allt hvelið. Herji þeir á eitt svæði verða þeir þar með að yfirgefa annað.
Ehreinheim birtir síðan lista máli sínu til stuðnings. Vinstri dálkurinn sýnir veðurlag á Grænlandi og Íslandi, en sá til hægri veðurlag sama vetur í Þýskalandi.
Það er þess vegna nánast dálítið hjárænulegt að halda því fram að þetta ástand sé eitthvað nýtilkomið og sérstaklega tengt hnattrænni hlýnun. Það sem er tengt hlýnuninni er það að kuldinn skuli ekki vera meiri og stríðari en hann þó er. Öðru máli gegnir um sumarhelming ársins - á honum er líklegra að svo mikið muni um hnattræna hlýnun að afleiðinga gæti gætt á hringrásina.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 28.2.2018 kl. 01:23 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 16
- Sl. sólarhring: 225
- Sl. viku: 978
- Frá upphafi: 2421078
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 856
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.