Hlýtt - og svo kalt

Mjög hlýtt er á landinu þessa dagana og verða hlýindin líklega til þess að vikan í heild verður ofan meðallags árstímans. En spár gera samt ráð fyrir því að hann kólni eftir því sem á líður, einkum frá fimmtudegi og áfram. Langtímaspár evrópureiknimiðstöðvarinnar gera svo ráð fyrir því að meðalhiti verði vel undir meðallagi í næstu viku - eins og kortið hér að neðan sýnir.

w-blogg260218b

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, meðalþykkt vikunnar er sýnd með daufum strikalínum - það er 5160 metra jafnþykktarlínan sem liggur yfir landið sunnanvert. Litirnir sýna þykktarvikin - á dökkbláa svæðinu yfir landinu eru þau meiri en -90 metrar. Það þýðir að hita í neðri hluta veðrahvolfs er spáð meir en -4 stigum undir meðallagi árstímans. 

Mars byrjar því harla kuldalega - séu þessar spár réttar. Um sunnanvert landið er spáð þurrviðri lengst af - en snjókomu norðaustanlands. 

Hvort þetta reynist svo rétt er annað mál og engin afstaða tekin hér. Þökkum Bolla að vanda fyrir kortið. 

Mjög hlýtt á að vera báðar vikurnar vestan Grænlands - þar sem hefur lengst af verið mjög kalt í vetur. Hafís er með mesta móti við Vestur-Grænland og hefur danska strandgæslan þurft að aðstoða íbúa nokkurra þorpa þar sem menn hafa ekki komist á sjó. Öðru máli er að gegna um ísinn við Norðaustur-Grænland, hann er með minnsta móti og reyndar spennandi að sjá hvað verður við Framsundið og þar norðan við - á slóðum vakarinnar miklu sem minnst var á hér á hungurdiskum fyrir nokkrum dögum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg111119c
 • w-blogg111119b
 • w-blogg111119a
 • w-blogg04119a
 • w-blogg031119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 132
 • Sl. sólarhring: 177
 • Sl. viku: 1551
 • Frá upphafi: 1850156

Annað

 • Innlit í dag: 115
 • Innlit sl. viku: 1337
 • Gestir í dag: 101
 • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband