23.2.2018 | 00:09
Hvernig verður með hæðina?
Spár virðast nú nokkuð sammála um að hæð úr austri muni ná undirtökum í veðrinu hér á landi (og víðar) á næstunni - reyndar fer áhrifa hennar að gæta að einhverju leyti strax um helgina. En reiknimiðstöðvar eru samt ekki sammála um hvernig verður með hana - hvort hún kemur okkur að gagni í baráttunni við ótíðina - eða hvort hún verður bara einn ótíðarvaldurinn í viðbót.
Lítum á meðalspá evrópureiknimiðstöðvarinnar fyrir næstu viku - mánudag 26. febrúar til sunnudags 4. mars.
Hér er flest á haus miðað við það sem verið hefur að undanförnu. Heildregnu línurnar sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins alla vikuna, daufu strikalínurnar þykktina, og litirnir þykktarvikin. Þykktin mælir sem kunnugt er hita í neðri hluta veðrahvolfs. Bláu litirnir sýna hvar henni er spáð undir meðallagi - jökulkalt ætti eftir þessu að verða á meginlandi Evrópu og vestur um Bretlandseyjar - alveg óvenjukalt reyndar, en aftur á móti er spáð óvenjulegum hlýindum vestan Grænlands - þar sem verið hefur sérlega kalt upp á síðkastið - í ríki kuldapollsins Stóra-Bola (gulir, brúnir og bleikir litir). - Hann hefur hér greinilega verið hrakinn úr sæti sínu.
Kuldaöxullinn sem liggur vestur yfir Evrópu er ekki mjög breiður - einskonar fingur vestur úr kuldapollinum Síberíu-Blesa. Spár eru ekki sammála um nákvæma legu hans. Sumar senda mesta kuldann til vesturs yfir Suður-Noreg - norðmenn þola hann betur en aðrir og kvarta minna (sumir fagna meira að segja) - aðrar leggja áherslu á Þýskaland, Bretland eða Frakkland - fáir vanir slíku í síðarnefndu löndunum tveimur og verði úr mun mikið verða kveinað. Fari kuldinn syðstu leið - suður við Alpa eða þar sunnan við verður loftið mjög óstöðugt og hlaðið raka úr hlýju Miðjarðarhafi - ávísun á vandræði af ýmsu tagi.
Ísland er inni á hlýja svæðinu. Höfum þó rækilega í huga að hér er um meðaltal heillar viku að ræða - og ekki víst að upphaf hennar eða endir verði með sama hætti. En veðurlag undir hæð sem þessari er venjulega hagstætt - hæglátt og fremur hlýtt - kaldara þó inni í sveitum þar sem að jafnaði er svalt í bjartviðri.
Þetta væru harla kærkomin umskipti fyrir flesta. En hvað svo? Við sjáum hér meðaltal 50 spáa - hver þeirra er með sínum hætti og sumar þeirra sýna leiðinlega galla í hæðinni - jafnvel kulda og snjókomu. Við skulum því ekki vera allt of viss.
Það væri samt æskilegt að 500 hPa-flöturinn héldist hár áfram - stæði fyrir vondum lægðum. Vel má hins vegar vera að hæðin haldi áfram til vesturs - og þá opnast fyrir norðanáttir - jú, Stóri-Boli er þarna - aðeins veiklaður að vísu en hrakinn, skipreika og í slæmu skapi. Vonandi finnur hann þá ekki laust sæti nærri okkur þegar hæðin er komin vestur af.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 26
- Sl. sólarhring: 281
- Sl. viku: 2405
- Frá upphafi: 2434847
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 2132
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.