Stílhrein lægð við Suður-Grænland

Lægð dagsins [þriðjudag 6. febrúar] er afskaplega stílhrein - við fyrstu sýn.

seviri_nat_ir10-8_20180206_2100

Lægðarmiðjan er vestast á Grænlandshafi. Þetta er hitamynd, þau ský sem eru köldust eru hvítust - og jafnframt hæst á lofti. Sumir kalla þetta skil - jafnvel samskil - lægðarinnar - aðrir nefna „hlýja færibandið“ - hafa báðir flokkar nokkuð til síns máls. Skýjabakkinn hreyfist hratt til norðausturs og fer skjótt yfir landið. 

Þá tekur við éljaloft úr vestri - ef við rýnum í myndina má sjá éljaklakka streyma til austurs sunnan við Hvarf á Grænlandi - næst skýjabakkanum mikla eru klakkarnir þó nokkuð bældir - þar heitir „þurra rifan“. 

Snúðurinn í kringum lægðina er að hluta til skýlaus - væntanlega vegna návistar við háhrygg Grænlands - rétt norðan Hvarfs er alveg hreint (niðurstreymis-)svæði. 

Fyrst kemur hríðarveður síðan bleytir í snjónum á láglendi - en fljótt frýs aftur - heldur leiðinlegt satt best að segja. Svo er spurning hvaða smálægðir og éljagarða kalda loftið geymir, en næsta meginlægð á ekki að koma fyrr en á föstudagskvöld. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 122
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 1654
  • Frá upphafi: 2457209

Annað

  • Innlit í dag: 101
  • Innlit sl. viku: 1505
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband