29.1.2018 | 20:54
Stóri-Boli setur upp ísaldarhattinn
Það skal tekið fram í upphafi að ísaldarhatturinn er orðaleppur úr safni ritstjóra hungurdiska en hvorki eitthvað fræðilega viðurkennt né eitthvað sérlega válegt. Orðið hefur hann sum sé notað áður í pistli. Það var fyrir fimm árum þegar svipað gerðist og nú - og gerist reyndar í fleiri árum en ekki. Nú er fyrirsögnin notuð sem lögð var til hliðar þá - lesendur hungurdiska orðnir vanari ritstjórafroðunni.
Kortið sýnir spá bandarísku veðurstofunnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykktina síðdegis á miðvikudag 31. janúar og nær aðeins yfir norðurslóðir, Ísland er neðst fyrir miðju, norðurskautið nærri miðju myndar. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, en þykkt er sýnd með litum. Því minni sem hún er því kaldara er loftið, dökkfjólublátt kaldast.
Ritstjóri hungurdiska kennir þykkt sem er minni en 4740 metrar við ísöldina og er hún heldur algengari yfir Síberíu heldur en Kanada. Kuldapollurinn Síberíu-Blesi er oft heldur kaldari en sá sem við köllum Stóra-Bola og heldur að jafnaði til yfir Norður-Kanada. Síberíu-Blesi hefur stærra meginland til umráða.
Á dekksta fjólubláa svæðinu eru þykktin einmitt minni en 4740 metrar. Við megum taka eftir því að tveir dekkstu litirnir eru nokkurn veginn sammiðja háloftahringrásinni - kuldinn fyllir upp í hana og hennar gætir því lítt við jörð. Fyrir tíma háloftaathugana sáust kuldar af þessu tagi því illa - eða það þurfti alla vega sérstaka athygli til að sjá þá.
Svo lengi sem allt helst í skorðum, kuldinn hreyfist ekki mikið, gerist ekki margt - nema að gríðarkalt er og verður þarna vestan við Baffineyju. En kuldapollar fá sjaldan að vera alveg í friði - það er sífellt verið að sparka í þá. Við vitum enn lítið um hvort eða hvernig nagað verður í Stóra-Bola að þessu sinni. - Kannski hann angri okkur ekkert - en rétt er að fylgjast með.
Athyglisverður er líka hæðarhryggurinn mikli sem stingur sér inn á kortið vestan Alaska (efst). Hann hefur undanfarna daga valdið töluverðum truflunum á stóru svæði og gríðarlegum hlýindum í háloftum yfir austasta hluta Síberíu - hvort þau hlýindi hafa eitthvað getað skilað sér niður í mannheima höfum við ekki frétt. En ekki mun létt að feykja síberíska dalakuldanum burt með jafn auðveldum hætti og gerist hér norðanlands í sunnanþeynum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2477
- Frá upphafi: 2434587
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2201
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Og þannig orti skáldið:
Í nótt mun ég krókna úr kulda
í kofa við Hudson Bay.
Þú mikli eilífi andi.
Ó Key.
Helgi Viðar Hilmarsson, 30.1.2018 kl. 07:36
Hvernig fer þetta saman við hnattrænu hlýnunina Trausti?
Ef þessi kuldi er reiknaður inn í hitamagn alls lofthjúps jarðar, hver er þá hnattræna staðan? Eða er ekkert svar við slíku?
Halldór Jónsson, 30.1.2018 kl. 11:54
Þessi kuldi skiptir engu í stóra samhenginu. Það má hlýna um 6 til 8 stig til viðbótar til þess að hann hverfi alveg út af kortunum - slík hlýnun væri með ólíkindum. Það þarf líka 100 ára athuganir til að fullmeta hvort einhverjar marktækar breytingar eru að verða á tíðni hans eða útbreiðslu. Slíkar upplýsingar er ekki enn að hafa á þessum slóðum. En trúlega hefur tíðnin minnkað eitthvað.
Trausti Jónsson, 30.1.2018 kl. 12:45
Sæll Trausti.
Ég hnýt um eftirfarandi svar þitt við spurningu Halldórs Jónssonar: "Það þarf líka 100 ára athuganir til að fullmeta hvort einhverjar marktækar breytingar eru að verða á tíðni hans eða útbreiðslu."
Er ekki sjálfsagt að beita nokkrum mismunandi sviðsmyndum með skvettu af tölvulíkönum til að reyna að komast að niðurstöðu - eða er það ekki nógu vísindalegt?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.1.2018 kl. 15:08
Tölvulíkön eru ágæt til síns brúks - en eru ekki sannleikurinn -
Trausti Jónsson, 30.1.2018 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.