Áramótaveður í Reykjavík

Nokkuð hefur verið rætt og spurt um áramótaveðrið í Reykjavík. Ekki var þar athugað um miðnætti fyrr en árið 1940 - (hiti þó mældur nokkur ár áður). Af einhverjum ástæðum féll áramótaathugun niður 1945.

Í meðfylgjandi textaskjali er listi yfir veður við áramót í Reykjavík. Frá og með 1987 fer „reykur“ að koma fyrir æ oftar. Var þó einnig í athugun frá áramótum 1952/53 (þó skyggni væri ekki slæmt). Þá segir athugunarmaður í athugasemd:

„Ég mátti til með að gefa reyk, þar sem svo mikill eldur var allstaðar í bænum!“ - Þá var stafalogn og talsvert frost, rétt eins og nú.

Einnig var „reykur“ á áramótum 1964/65 - þó ekki hafi verið logn.

Í fáein skipti hefur verið meira frost en var nú, mest 1975/76, -12,1 stig. Mestur hiti var 1989/90, +7,4 stig á áramótum.

Á listanum má sjá að veðrið hefur langoftast verið skikkanlegt, hvassast 1984/85. - Hafa verður í huga að jörð hefur verið mjög misjöfn - og þó veður kunni að hafa verið gott gæti hafa verið mikil hálka og vandræði af hennar völdum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Slide16
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13
  • Slide12

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 95
  • Sl. sólarhring: 195
  • Sl. viku: 1292
  • Frá upphafi: 2453023

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 1168
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband