Nóvemberkuldi

Við lítum til gamans á þykktarvikakort nýliðins nóvembermánaðar - frá evrópureiknimiðstöðinni, með aðstoð Bolla kortagerðarmeistara. 

w-blogg011217xa

Heildregnu línurnar sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins í nóvember, strikalínur meðalþykkt og litir þykktarvikin. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs og vikin hversu mikið hann víkur frá meðallagi áranna 1981 til 2010. Bláir litir sýna neikvæð vik, en gulir og brúnir jákvæð. Því minni sem þykktin er því kaldara er í veðri. 

Svona fer stundum - við lendum í neikvæðu viki miðju - því mesta á stóru svæði. Talan sem lesa má yfir landinu er -68 metrar. Það þýðir að neðri hluti veðrahvolfs hefur verið um það bil -3,4 stigum kaldari en að meðaltali. - Hlýja vikið sýnir svæði þar sem þykktin var +80 metrum yfir meðallagi, þar var meðalhiti í neðanverðu veðrahvolfi um +4 stigum ofan meðallags nóvembermánaðar. Yfirborð jarðar, sjór og land hefur líka áhrif, þannig að í reynd voru vikin misstór hér á landi, minnst á útnesjum og eyjum við austur- og norðurströndina, en mest inn til landsins.

Ástæða kuldans er einföld, ríkjandi vestnorðvestanátt í háloftum og norðanátt í neðstu lögum. 

Nóvember 2017 var almennt sá kaldasti hér á landi frá 1996. Þá hittist enn verr á heldur en nú eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

w-blogg011217xb

Þetta er samskonar kort - viðmiðunartímabil hið sama. Vikin voru enn stærri en nú, það allramesta hitti að vísu ekki á landið mitt (hefði getað gert það), -108 metrar, eða -5,4 stig undir meðallagi. Þetta er í góðu samræmi við hitamun þessara mánaða. Landsmeðalhiti í byggð í nóvember 2017 endaði í -0,5 stigum, var aftur á móti -3,6 stig árið 1996, munar 3,1 stigi. 

Jafnhæðarlínurnar sýna okkur vindáttina, sömuleiðis af vestnorðvestri eins og í hinum nýliðna nóvembermánuði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 48
  • Sl. sólarhring: 144
  • Sl. viku: 1969
  • Frá upphafi: 2412633

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 1722
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband