Hiti alþjóðahaustsins

Á alþjóðaveðurvísu er haustið skilgreint sem þriggja mánaða tímabil, frá september til nóvember. Á Veðurstofunni er haustið hins vegar aðeins tveir mánuðir, október og nóvember. 

Við lítum nú á hita alþjóðahaustsins í Reykjavík frá upphafi samfelldra mælinga. 

w-blogg011217a

Nýliðið haust var hlýtt sé miðað við tímabilið allt, en í meðallagi sé miðað við síðastliðin tíu ár. Þau hafa hins vegar verið óvenjuhlý, þrjú haust ofan 6 stiga (auk 2002 á þessari öld). En eins og sjá má voru haust líka óvenjuhlý um miða síðustu öld. Sérstaklega í kringum 1960 (tvö ofan 6 stiga) og svo stök haust frá 1937 til 1946 (þrjú ofan 6 stiga). Fyrir þann tíma var breytileiki mikill (aðeins þrjú ofan 6 stiga fyrir 1930).

Það er áberandi hversu haustin voru köld frá því 1963 og fram yfir 1985 - aðeins 1968 og 1976 sem voru jafnhlý eða lítillega hlýrri en haustið í ár. Fyrir 1920 kom aldrei svo langt jafnkalt tímabil (að minnsta kosti ekki eftir 1870), sérlega kalt var þó þrjú haust í röð eftir 1916, kaldast þeirra 1917. 

Eins og venjulega kemur fram talsverð leitni, um 0,9 stig á öld. En hún segir að sjálfsögðu ekkert um framtíðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a
  • w-blogg060425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 886
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 770
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband