Kaldur nóvember - hlýtt ár

Nóvember 2017 var kaldur á landsvísu, sá kaldasti síðan 1996. Þá var mun kaldara en nú. Á línuritinu að neðan er reynt að rekja meðalhita nóvembermánaða á landinu nærri 200 ár aftur í tímann. Fyrstu 50 árin eru þó harla ónákvæm.

w-blogg291117

Lóðrétti ásinn sýnir landsmeðalhita en sá lárétti tímann. Sjá má að nóvember 2017 liggur nokkuð neðarlega í myndinni - sé miðað við hin síðari ár. Hins vegar er hrúga af kaldari nóvembermánuðum á fyrri tíð og meðalhitinn nú svipaður og var að jafnaði á árunum 1963 til 1986 og svo fyrir 1920. 

Nóvember 1996 skar sig mjög úr á sínum tíma fyrir kulda sakir - var þó til þess að gera veðragóður mánuður. Hinn kaldi nóvember 1973 var hins vegar leiðinlegri. Á öllu tímabilinu telst nóvember 1824 kaldastur. Upplýsingar um hann eru þó af skornum skammti. Aftur á móti var mælt víðar í nóvember 1841 og áreiðanlegt er að hann var sérlega kaldur. 

Það er eftirtektarvert að upphaf hlýindaskeiðs 20. aldar var ekkert sérlega eindregið í nóvember og hámark þess var síðar á ferðinni en í flestum öðrum mánuðum, rétt í kringum 1960. Hlýjastur var nóvember 1945 - og situr enn á toppnum þrátt fyrir að nóvember 2014 hafi gert að honum harða atlögu. 

Svo virðist sem nóvember hafi hlýnað um nærri því 2 stig síðustu 200 árin. Það er mikið - en sú leitni segir ekkert ein og sér um framhaldið og nákvæmlega ekki neitt um það hvernig nóvembermánuðir næstu ára muni standa sig. 

w-blogg29117b

Síðari myndin sýnir meðalhita fyrstu 11 mánuði ársins. Þegar mánuður lifir af árinu 2017 er það í einu af fimm hlýjustu sætunum. Lokastaðan fer að sjálfsögðu eftir því hvernig desember stendur sig. Til þess að ná fyrsta sætinu (5,15 stigum) þyrfti meðalhiti í desember að verða 4,9 stig á landsvísu - það gerist ekki. Verði desember jafnkaldur og nóvember - að tiltölu - myndi árið enda í 4,5 stigum, 0,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki mikil hlýnun síðan 1039 wink

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.11.2017 kl. 22:27

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Árið 1039 var sérstakt góðviðrisár enda riðu þá hetjur um hérðuð!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.11.2017 kl. 23:18

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Er það rétt sem mér sýnist að leitnilínan hafi hækkað um tæpar 2 gráður í seinna línuritinu? 

Brynjólfur Þorvarðsson, 30.11.2017 kl. 05:28

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

1939 átti það að vera tongue-out

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.11.2017 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband