14.11.2017 | 22:45
Eftirminnilegur snjógangur
Það er ekki algengt að mjög mikið snjói í Reykjavík í nóvember. Gerðist þó í hitteðfyrra (2015) að snjódýpt komst í 32 cm og hafði þá ekki mælst jafnmikil í nóvember síðan 1978. Sá mánuður er einn af þremur mestu snjóanóvembermánuðum sem vitað er um í Reykjavík. Hinir tveir eru 1930 og 1944. Snjór varð að vísu aldrei mjög mikill í nóvember 1944, heldur fremur þrálátur það sem var, en snjókastið 1930 var merkilegra og væri ástæða til að rifja það upp. Við látum það þó bíða betri tíma (gefist þeir).
Hér munum við hins vegar líta á snjóganginn í nóvember 1978. Aðeins 5 alauðir dagar voru í mánuðinum í Reykjavík en alhvítu dagarnir urðu 18. Síðasti alauði dagurinn var sá 11. Aðalsnjókomuna gerði dagana 20. til 24. Snjódýptin að morgni þess 24. var komin í 38 cm og hefur aldrei mælst jafnmikil í þessum haustmánuði.
Staða veðurkerfa var mjög dæmigerð fyrir mikla snjókomu - nema hvað hitinn minnti frekar á vetur en haust.
Kortið sýnir mat japönsku veðurstofunnar á sjávarmálsþrýstingi, hita í 850 hPa-fletinum og úrkomu að kvöldi þriðjudagsins 21. nóvember. Lægðin við Noreg hafði komið á miklum hraða úr suðvestri - gekk fyrir suðaustan land, en eldri lægðarmiðja var á Grænlandshafi. Eins og mjög oft gerist í þessari stöðu myndaðist einskonar úrkomulindi á milli lægðanna þar sem norðaustanáttin í kjölfar þeirrar hraðfara gekk á móti ákveðinni suðvestanátt vestari lægðarinnar.
Þetta er afskaplega dæmigerð snjókomustaða um landið suðvestanvert, eftir þessa snjókomu var snjódýptin í Reykjavík komin í 24 cm - sem er ekki algengt í nóvember. Þegar lægðin á Grænlandshafi fór að grynnast skiptist snúningur hennar á marga smásveipi. Það er alvanalegt, en það sem er óvenjulegra er að þessir smásveipir lentu hver á fætur öðrum á landinu.
Næstu daga mátti telja sjö þeirra fara yfir landið eða alveg við strendur þess.
Þetta riss er úr gamalli ritgerð ritstjóra hungurdiska um heimskautalægðir (úff-hvað það orð er vont) - en ætti að verða sæmilega skýrt sé það stækkað. Rissið sýnir brautir sjö sveipa við landið dagana 23. til 26. nóvember. Þrír þeirra voru mjög snarpir á landi (III, IV og VI) og ollu samgöngutruflunum á landi og í lofti. Vindur fór allvíða í 20 m/s eða meira og snjó dengdi niður - mældist þó ekki vel.
Myndin er úr safni móttökustöðvarinnar í Dundee á Skotlandi (takk) og sýnir stöðuna kl.14 síðdegis þann 23. Sveipur sá sem kallaður er númer II er við Suðausturland, númer III á Faxaflóa og sennilega er það númer IV sem er nokkuð langt vestur af landinu. Við vitum það þó ekki fyrir víst - hann gæti hafa orðið til annars staðar.
Veðurkortið er líka úr endurnýtingardeildinni og sýnir veðrið á landinu þ.23. kl.18. Um það bil svona litu veðurkort út til forna. Veðurupplýsingar þétt ritaðar kringum stöðvarnar eftir ákveðnu kerfi (sem enn er notað). Jafnþrýstilínur eru hér gráar, ýmist heildregnar eða sem punktalínur. Þrýstibreytingar (síðustu 3 klst) sýndar með lituðum strikalínum (blátt er ris), samfelld úrkoma sem græn slikja og élin sem grænir þríhyrningar.
Lægð III er að ganga yfir landið með töluverðum þrýstibreytingum. Sjá má risið á næstu mynd.
Rauðu línurnar eru jafntímaferlar, dregnir á klukkustundarfresti. Af þeim má ráða hvenær þrýstingur var lægstur á hverjum stað. Sú sem er lengst til vinstri (vestust) er kl.13, sú austasta kl. 2 nóttina eftir. Gráu línurnar sýna hversu mikið loftvogin reis eftir að lægðarmiðjan fór hjá. Af útliti þeirra má ráða að lægðin grynntist ört þegar hún kom inn á land. Græna svæðið sýnir hver risið var mest, meira en 7 hPa alls. Við sjáum vel hversu smátt þetta kerfi er - aðeins um 150 km að breidd, minnir að því leyti á stærð smárra hitabeltisstorma. Margir sjá ýmis líkindi með lægðum þessarar gerðar og þeirra suðrænu og hefur mikið verið um það ritað og deilt (deilurnar jafnvel jaðrað við dónaskap á köflum) - en líklega er mesti hiti löngu úr mönnum.
Ritstjóri hungurdiska var staddur í Borgarnesi þegar þessi lægð gekk hjá - eftirminnilegt síðdegi. Það er óvenjulegt þar um slóðir að jafnmikið snjói í hásunnanátt eins og gerði á undan lægðinni. Mikill snjómokstur þar á bæ.
Minna snjóaði í Borgarnesi með lægð númer IV, en mjög mikið á Suðurnesjum, svo millilandaflug stöðvaðist þar og vélar þurftu að hörfa til Akureyrar.
Hér má sjá lægð IV milli Vestmanneyja og lands að morgni þess 24, en lægð III að eyðast yfir Norðausturlandi. Vindur fór í 28 m/s á Stórhöfða fyrr um morguninn.
Endurgreiningar sjá lægðirnar illa -
Kannski mætti galdra þær fram í líkani með betri upplausn. Þetta kort gildir kl.6 að morgni þess 24., þegar lægðin krappa var við Vestmannaeyjar. Greiningarnar sýna háloftastöðuna þó vel.
Kortið gildir síðdegis þann 23. Hér hefur háloftalægðin alveg rétt úr sér og vestsuðvestanátt sendir smálægðirnar hverja á fætur annarri í austlæga stefnu í námunda við landið.
Lægð VI náði líka töluverðum styrk - en minna snjóaði.
Snjó reif hins vegar - og vegna þess að vindáttir höfðu verið svo breytilegar varð til hinn skemmtilegasti rifsnjór. Talsvert skóf þennan morgun í Borgarnesi og ritstjórinn var farinn að hafa áhyggjur af því að tefjast á leið sinni til Reykjavíkur og síðar Keflavíkur þar sem hann átti bókað far í flugvél til Noregs. Þar beið hans embættispróf (já, það hét það) í veðurfræði.
Hinn ungi veðurfræðingur hélt að þetta væri líklega algengt veðurlag - en skjátlaðist auðvitað. Oft hefur hann séð snjókomu - og ótalmargar smálægðir og úrkomulinda - en aldrei síðan svona margar og hreinar og hraðfara á jafnfáum dögum. Það lá við að snjókoma yrði skemmtilegt fyrirbrigði.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 48
- Sl. sólarhring: 144
- Sl. viku: 1969
- Frá upphafi: 2412633
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 1722
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.