Enn af árstíđunum fjórum

Viđ leitum enn ađ mótum árstíđanna. Í fyrri pistli notuđum viđ úrkomutegundir til ţess - og hlut ţeirra í heildarúrkomumagni hvers dags. Ţá er ţađ hitinn (rétt einu sinni) og viđ byrjum á ţví ađ ákveđa ađ vetrardagar gćtu ađ međaltali veriđ um 120 á ári hverju. Á tímabilinu 1961 til 2016 voru ţeir samkvćmt ţví um 6720 (56 ár). 

Á ţessu tímabili teljum viđ okkur vita landsmeđalhita hvers dags - og auk ţess landsmeđalhámark og lágmark. Viđ teljum nú 6720 köldustu dagana á tímabilinu og finnum hver landsmeđalhiti ţurfi ađ vera til ţess ađ dagur komist í flokkinn. Gerum síđan ţađ sama fyrir landsmeđalhámark og lágmark. Til ađ dagur sé vetrardagur krefjumst viđ ţess ađ hann nái inn í 6720 daga hópinn í öllum flokkunum ţremur (viđ hefđum getađ notađ ađra skilgreiningu). 

Viđ gerum svo ţađ sama fyrir sumariđ, nema ađ miđađ er viđ 6720 hlýjustu dagana í flokkunum ţremur. Allir dagar áranna 1961 til 2017 hafa ţar međ skipast í einn ţriggja flokka, teljast vetrardagar, sumardagar - eđa ţá hvorugt. Nú má telja saman hvernig hver almanaksdagur stendur sig, hvert er vetrardagahlutfall hans? 

w-blogg131117-arstidirnar4

Myndin sýnir ţađ. Árstíminn er á lárétta ásnum, 18 mánuđir alls, til ţess ađ viđ náum árstíđum í heilu lagi. Lóđrétti ásinn sýnir hlutfallstölu, frá 0 til 100 prósent daga. 

Rauđi ferillinn sýnir sumardagana. Viđ sjáum ađ ţeir einoka sumariđ - eins og vera ber (er ţađ ekki). Blái ferillinn sýnir vetrardagana - ekki eins hreint - vor- og haustdagar eru allmargir ađ vetrarlagi. 

Viđ setjum nú međalárstíđamörk niđur ţar sem ferlarnir skerast. Voriđ kemur 3. apríl, sumariđ 1. júní, haustiđ 8. september og veturinn 15. nóvember. Veturinn er 139 dagar, voriđ 59, sumariđ 99 og haustiđ 68 dagar. 

Ýmislegt má mala um smáatriđi myndarinnar, viđ tökum t.d. eftir ţví ađ voriđ á talsverđan hlut fram eftir júní (fćkkar sumardögum), kaldir dagar stinga sér inn fram yfir sólstöđur. Sömuleiđis fer haustdögum ört fjölgandi eftir 20. ágúst (fćkka líka sumardögum). 

Haust og vetur takast á svo vart verđur séđ hvort hefur betur í röskan mánuđ, ţađ er fyrst um 15. desember ađ bláa línan fer afgerandi yfir ţá grćnu.

Lesendur mega ekki taka nćstu tvćr myndir of hátíđlega - tímabiliđ er óheppilega valiđ til einhverra leitnileikfimićfinga - ţćr eru samt gerđar. 

w-blogg121117y-a

Hér má sjá „fjölda vetrardaga“ áranna 1961 til 2016. Flestir voru ţeir 1979, en fćstir 2014. Leitnireikningar sýna ađ ţeim hefur fćkkađ um 28 á ári á tímabilinu. Ţađ er alveg áreiđanlega rétt ađ vetrardagar hafa veriđ fćrri á ţessari öld en á áratugunum nćstu ţar á undan - ţađ sýna fleiri tegundir reikninga líka, en ekki er hćgt ađ nota mynd sem ţessa til ađ spá fyrir um framtíđina (ţó margir virđist telja ađ svo sé). - Kannski fćlist einhver merking í breytingu ef viđ fćrum endurtekiđ ađ sjá ár međ 20 vetrardögum eđa fćrri. 

Nćsta mynd sýnir sumardagana á sama hátt. Taka má eftir ţví ađ breytileiki frá ári til árs er miklu minni ađ sumri en vetri.

w-blogg121117y-b

Ţađ er ţađ sama - sumardögum hefur fjölgađ um 25 á síđustu 56 árum séu leitnireikningar teknir bókstaflega - en viđ gerum ţađ ekki hér. 

Eitthvađ samband er á milli fjölda vetrar- og sumardagafjölda sama árs.

w-blogg121117y-c

Eđa svo virđist vera. Strangt tekiđ ćttum viđ ađ nema leitnina á brott áđur en viđ setjum upp mynd af ţessu tagi. Gallinn er bara sá ađ til ţess ađ viđ nennum ađ nema leitnina brott verđum viđ eiginlega ađ trúa ţví ađ hún sé ekki merkingarlaus - hver er trú vor? 

Ţeir sem vilja kalda vetur en hlý sumur vilja fá einhverja punkta efst til hćgri á myndinni, ţeir sem vilja sama haustveđriđ áriđ um kring vilja sitja neđst til vinstri - ef einvern tíma kćmi ár međ 180 sumardögum - og 180 vetardögum myndi ţađ merkjast í horninu efst til hćgri. Ţá vćru ađeins 5 dagar til skiptanna fyrir vor og haust. - En líkleast er best ađ hćtta ţessari vitleysu. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg121124a
  • w-blogg101124c
  • w-blogg101124b
  • w-blogg101124a
  • w-blogg081124d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 449
  • Sl. viku: 2273
  • Frá upphafi: 2410262

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 2040
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband