Endurtekið efni (aðeins þynnra þó)

Síðdegis á sunnudaginn var (5. nóvember) gerði mikið landsynningsveður. Nú stefnir í endurtekningu á sunnudaginn - en ekki alveg jafnsnarpa samt - „númeri minna“ en veðrið um síðustu helgi, sé að marka spár. Við látum Veðurstofuna um það mál - en lítum samt á norðurhvelskort sem gildir síðdegis á sunnudag.

w-blogg111117a

Að vanda eru jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins heildregnar, því þéttari sem þær eru því hvassari er vindurinn. Litirnir sýna þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið.

Hér má sjá hlýjan geira nálgast landið - það mun hvessa af suðaustri og rigna - dæmigerður landsynningur. Hlýindin standa þó stutt og við tekur kaldara loft úr vestri, kannski fáum við útsynning, en hann hefur verið harlasjaldséður að undanförnu. 

Kuldinn á norðurslóðum er smám saman að breiða úr sér - eins og vera ber. Augað eitt sér varla hvað úr þessu verður en flestir reikningar eru sammála um að mynstrið sem við sjáum sé losaralegt og breytingar muni verða. Það er hins vegar nokkuð einkennilegt að lítið samkomulag er um aðdraganda breytinganna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 1972
  • Frá upphafi: 2412636

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 1725
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband