16.10.2017 | 01:29
Erfitt mál (- þetta með úrkomubreytingar)
Þó sæmilegt samkomulag sé um að veðurfar fari hlýnandi hér á landi (alla vega þegar til lengdar lætur) virðist vera talsvert erfiðara að ráða í breytingar á úrkomufari. Eitt af því sem gerir málið snúið er að erfiðara er að mæla úrkomu heldur en hita - mælingar hennar eru enn háðari mælum og mæliaðstæðum heldur en hitamælingarnar.
Myndin sýnir þrjá úrkomuvísa sem ná til landsins alls, búið er að reikna 10-árakeðjur. Blái ferillinn er einfaldastur að gerð. Hann sýnir meðalúrkomu (flestra) veðurstöðva landsins. Við lesum hana af lóðrétta ásnum til vinstri. Meðalúrkoman er reiknanleg aftur á þriðja áratuginn miðjan, en er samt nokkurri óvissu undirorpin framan af. Lágmarkið snemma á 7. áratugnum virðist þó vera raunverulegt og sömuleiðis að úrkoma hafi aukist síðan. Aukningin er töluverð - meiri en 10 prósent alla vega. Leitni er þó í hámarki sé viðmið hafið um 1960 - sem er óeðlilegt - úrkoma var meiri áður.
Rauði ferillinn nær til sama tímabils og sýnir hann hlutfall þeirra daga þegar úrkoma hefur mælst 0,5 mm eða meiri á öllum veðurstöðvum landsins. Einingin er þúsundustuhlutar og við notum líka kvarðann til vinstri til að lesa hann. - Með því að breyta kvarðanum gætum við magnað hreyfingu ferilsins - en við sjáum þó að toppar hans og dældir fylgja toppum og dældum bláa ferilsins að mestu. Ferillinn sýnir líka aukningu úrkomu, síðari hluti ferilsins er hærri í myndinni en sá fyrri - það munar um 30 þúsundustuhlutum (3 prósentum) hvað dagar með meira en 0,5 mm úrkomu eru fleiri nú heldur en 1930 (sé eitthvað að marka myndina) - það hljómar ekki mikið - en eru samt 9 dagar á ári.
Græni ferillinn teygir sig allt aftur til 19. aldar. Hann er þannig fenginn að reiknað er hlutfall úrkomu hvers mánaðar hverrar veðurstöðvar af meðalúrkomu áranna 1971 til 2000. Ársmeðaltal útkomunnar síðan reiknað fyrir allar stöðvar á hverjum tíma og 10-árkeðja loks fundin. Hér er lesið af hægri kvarða - úrkoma virðist hafa aukist um 10 til 20 prósent á tímabilinu.
Kannski við trúum því að eitthvað sé til í því að úrkoma hafi aukist. En satt best að segja virðist ekki mikið samband að finna við hitann - jú, hiti hefur hækkað, en hinar stóru hitasveiflur þessa tímabils virðast ekki skila sér vel í úrkomunni. Það er auðvitað hugsanlegt að úrkoma hér á landi sé meira háð hita á upprunasvæðum hennar heldur en þar sem hún fellur. - En sé svo á það eingöngu við langtímabreytingar - en ekki það sem gerist frá ári til árs.
En lítum nú nánar á ársúrkomu í Reykjavík og tengsl hennar við fáeina aðra veðurþætti.
Hér má sá samband hita og ársúrkomu á árabilinu 1974 til 2016 (þann tíma sem mælt hefur verið í reit Veðurstofunnar). Ekkert bendir til þess að ársúrkoma sé háð árshita. Að reikna aðfallslínu er hálfgerður brandari - en sé það gert sýnist úrkoma vaxa um 5 til 6 prósent á hverja gráðu hækkandi hita. - Ekki svo fráleit tala út af fyrir sig - ef hún byggði á einhverju viti.
Hér er sama mynd - nema hvað hér eru öll ár úrkomumælinga í Reykjavík allt frá upphafi þeirra. Ekkert skárri reikningsleg niðurstaða - en nefnir heldur lægri tölu sem breytingu með hita.
Hér má sjá samband ársúrkomu í Reykjavík og ársmeðalloftþrýstings. Þó talsvert vanti upp á að um gott samband sé að ræða er það samt snöggtum skárra en sambandið við hitann. Það hljómar heldur ekkert illa að segja að því meiri sem lægðagangur er því meiri sé úrkoman. Samkvæmt þessu minnkar úrkoma um 30 mm á ári hækki þrýstingur um 1 hPa.
Þetta er allt tímabilið - svipuð niðurstaða - ekki sérlega góð en samt.
Við leitum nú upp í háloftin. Athugum hvort meta má ársúrkomu út frá stöðunni þar. Vindáttir kunna að ráða nokkru - sem og hæð háloftaflata (kemur í stað sjávarmálsþrýstings). Við notum tímann frá 1921 (kannski aðeins of langt - áreiðanleg háloftagögn ná aðeins aftur til 1949 - það sem eldra er er byggt á endurgreiningu).
Hér hefur punktadreifin kringum aðfallslínuna þést umtalsvert. Lárétti ásinn sýnir ágiskaða úrkomu, en sá lóðrétti hina mældu. Fylgnistuðullinn er hér kominn upp í 0,58 og er orðinn vel marktækur. Styrkur sunnanáttar ræður mestu um úrkomu í Reykjavík - því meiri sem sunnanáttin er því meiri er úrkoman. Áhrif vestanáttarinnar eru einnig nokkur - því meiri sem hún er því meiri er úrkoman. En hæð 500 hPa-flatarins hefur einnig áhrif - því meiri sem hún er því minni er úrkoman. Hæð 500 hPa-flatarins segir nokkuð um uppruna loftsins - því hærri sem hún er því líklegra er að loftið eigi sér suðrænan uppruna - en loft langt að sunnan er gjarnan í hæðarhringrás og því fylgir niðurstreymi sem bælir úrkomumyndun.
Hér er komin ástæða þess að samband er ekki gott á milli hita og úrkomu í Reykjavík - úrkoman kemur í stríðri sunnanátt - en hlýindi fylgja líka háum 500 hPa-fleti - þau hlýindi eru oft þurr í Reykjavík.
Það vekur athygli á myndinni hér að ofan að nokkur ár skera sig úr - úrkoma var þá talsvert meiri heldur en reikningar ætla. Meðal þessara ára eru t.d. 2007 og 2012. Sum veðurnörd muna e.t.v. að einmitt þessi ár komu fáeinir sérlega blautir dagar í Reykjavík - dagar sem einir og sér hækkuðu ársúrkomuna umtalsvert (og spilltu þar með stöðu áranna á myndinni). Ritstjórann rámar í að svipað hafi líka gerst 1931, en hefur ekki athugað 1921 og 1925. Einstakir úrkomuatburðir geta þannig breytt miklu - eru mun þyngri á metum en breytingar hringrásarþátta og hita - jafnvel þótt um öfgar sé að ræða hafa þær lítil áhrif á ársmeðaltöl.
Við skulum að lokum líta á mynd sem sýnir reikningsleifina - muninn á reiknaðri og mældri úrkomu frá ári til árs.
Lárétti ásinn sýnir ár tímabilsins (1921 til 2016), en sá lóðrétti mun á reiknaðri úrkomu og mældri. Því meiri sem leifin er því meiri er mæld úrkoma heldur en sú reiknaða. Sé leifin neikvæð ofmeta reikningarnir úrkomuna.
Tvennt vekur athygli á myndinni umfram annað. Í fyrsta lagi er úrkoma meiri en sú reiknaða nær öll árin á þriðja áratugnum. - Það getur bent til þess að endurgreiningin sé röng á einhvern hátt - nú eða þá það að úrkomumælingar í Reykjavík skeri sig einhvern veginn úr á þessum árum. - Reyndar er það svo að þær gera það. Mælt var við Skólavörðustíg - inn á milli húsa og áhrif vinda á mælingarnar minni en síðar var.
Hitt atriðið er almenn aukning leifarinnar á þessari öld - eru hlýindin ástæða hennar (fylgir rakara loft sunnanáttinni) - eða eru þetta vindáhrif (skilar úrkoman sér betur í mælana vegna minni vindhraða)?
Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og vísindin að baki harla léttvæg. Auðvitað er ástæða til mun ítarlegri greininga.
Niðurstöður eru þær helstar að úrkoma á Íslandi virðist hafa aukist nokkuð frá því að byrjað var að mæla. Úrkoma er þó ekki beint háð hita hér á landi (gæti verið háð hita á suðlægari breiddarstigum) en ræðst frá ári til árs mjög af stöðu meginveðurkerfa í vestanvindabeltinu. Verði breytingar á legu þeirra eða afli hefur það afleiðingar á bæði úrkomu og hita hér á landi - meiri afleiðingar en hlýnun á heimsvísu ein og sér.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 391
- Sl. sólarhring: 824
- Sl. viku: 2293
- Frá upphafi: 2439104
Annað
- Innlit í dag: 361
- Innlit sl. viku: 2106
- Gestir í dag: 353
- IP-tölur í dag: 351
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ein spurning: Bendir það til hlýnunar hér á landi að snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni bráðnaði ekki þetta ár?
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 16.10.2017 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.