Sumareinkunn Reykjavíkur og Akureyrar 2017

Undanfarin ár hefur ritstjóri hungurdiska birt það sem hann kallar sumareinkunn fyrir Reykjavík og Akureyri. Margoft hefur verið skýrt út hvernig reiknað er og verður ekki endurtekið hér.

Þess verður þó að geta að fjórir þættir eru undir: Meðalhiti, úrkomumagn, úrkomutíðni og sólskinsstundafjöldi. Hver sumarmánuður er tekinn sérstaklega og getur mest fengið einkunnina 16, en minnst núll. Hæsta mögulega einkunnasumma sumars er því 48, en ekkert sumar tímabilsins 1923 til 2017 hefur skorað svo vel. 

w-blogg020917a

Sumarið 2017 endaði með 32 stig, 8 stigum ofan meðallags alls tímabilsins og í flokki góðra sumra. Reykjavíkurritið er mjög tímabilaskipt. Sumur voru lengst af mjög góð eða sæmileg fram til 1960 eða svo, en þá tók við afskaplega dapur og langur tími sem stóð linnulítið í rúm 40 ár. Frá og með árinu 2004 fóru sumur að leggjast langt ofan meðallags og hefur svo gengið síðan - að mestu, því sumrin 2013 og 2014 voru döpur að þessu tali.

Ágúst fékk hæsta einkunn sumarmánaðanna í ár (12 stig), en júní lakasta - en enginn mánuður kom illa út. 

En þetta er nú allt til gamans og telst vart til alvarlegra vísinda. 

w-blogg020917b

Á Akureyri er gætir tímabilaskiptingar minna en syðra, en almennt má þó segja að sumur hafi á þessari öld fengið heldur hærri einkunn en algengust var á tímabilinu 1950 til 1970. Sumrin 2015 og 2016 voru harladauf - en ekki þó í afleita flokknum. 

Sumarið 2017 var mjög misskipt á Akureyri. Heildareinkunn var 23 stig - eiginlega alveg í langtímameðaltalinu, en leynir því að júlí var afbragðsgóður, með 12 stig og júní mjög daufur með aðeins 4 stig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðlegt. Nokkurn veginn eins og manni fannst þessir mánuðir, hvorki mjög góðir né slæmir. Ágúst þó frekar kaldur. Almennt því veðragott og hægviðrasamt eins og allt þetta ár. Hægt að segja nærri því meðalsumar en þó á mínum slóðum í Skagafirði furðu margir úrkomudagar framan af sumri og því sólarlítið lengi vel. Til allrar guðslukku voru nokkrir rigningarardagar framan af sumri, og í maí, því annars hefði ekki verið nein grasspretta eftir snjólettan og frostlausan vetur.

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 3.9.2017 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg121124a
  • w-blogg101124c
  • w-blogg101124b
  • w-blogg101124a
  • w-blogg081124d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 449
  • Sl. viku: 2273
  • Frá upphafi: 2410262

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 2040
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband