16.8.2017 | 00:04
Litlar breytingar
Ekki er ađ sjá miklar breytingar í veđurlagi hér á landinu nćstu dagana - heldur lokuđ stađa. Hún verđur ţó ađ teljast meinlaus ađ mestu ţó hiti mćtti gjarnan vera dálítiđ hćrri. Viđ lítum á kort sem sýnir stöđuna á norđurhveli síđdegis á fimmtudag (mat evrópureiknimiđstöđvarinnar).
Hér eru jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins heildregnar ađ vanda og ţykktin sýnd međ litum. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Hér sést ađ hásumar er enn á öllu hvelinu. Blái ţykktarliturinn varla til og heimskautaröstin líka í sumarlinku sinni - einna helt ađ ađ henni kveđi yfir Bretlandseyjum og svćđum ţar suđur og austur af - og svo líka vestan Alaska.
Gríđarmikill hćđarhryggur liggur norđur um Hudsonflóa og allt norđur á heimskaut. Hann hefur hér stuggađ viđ kuldapollinum í Norđuríshafi og skipt honum í tvennt. Annar helmingurinn er hér viđ Norđvestur-Grćnland og á ađ liggja ţar áfram án ţess ađ plaga okkur ađ heitiđ geti. Samt rétt ađ gefa honum auga.
Viđ sjáum ađ Ísland er viđ mörk gulu og grćnu ţykktarlitanna - sem ţýđir ađ hiti er viđ međallag árstímans. Háloftalćgđin fyrir suđaustan land átti uppruna sinn úr heimskautakuldanum - stóri kuldapollurinn hafđi sent smáskammt til suđurs fyrir vestan land um helgina og m.a. valdiđ nćturfrostinu sem plagađi suma landshluta. Nú er sjórinn sunnan viđ landiđ búinn ađ vinna á ţeim kulda.
Örin bendir á leifar fellibylsins Gert - örsmátt kerfi, en ef menn nenna ađ telja ţykktarlitina sést ađ ţykktin er meiri en 5820 metrar á smábletti viđ miđju hans. Gert gengur inn í háloftalćgđina viđ Nýfundnaland - en hún er á ákveđinni hreyfingu til austurs fyrir sunnan land.
En eftir viku eđa svo fer sumri ađ halla á heimskautaslóđum - og einnig í heiđhvolfinu. Heiđhvolfiđ er langoftast mjög lćst í sólargang - haustbyrjun reyndar ekki alveg eins niđurnjörvuđ og voriđ, en veđrahvolfiđ er íviđ sveigjanlegra í sínum sumarlokum - mörkin milli sumars og hausts ekki alveg jafn eindregin.
Sé litiđ á mjög mörg ár saman kemur ţó í ljós ađ hringrásin hrekkur venjulega úr sumargírnum í kringum höfuđdag (29. ágúst). Koma haustsins er ţó ekki nćgilega snögg til ţess ađ ná til alls hringsins norđan heimskautarastarinnar í einu. - En í ágústlok má heita víst ađ haustiđ sé einhvers stađar komiđ á skriđ á norđurslóđum. Tilviljanakennt er frá ári til árs hvar og hvernig haustkoman slćr sér niđur (ef svo má segja). Ţađ er ekki fyrr en rúmum mánuđi síđar ađ haustiđ hefur náđ undirtökum allt suđur ađ röst - og er ađ auki fariđ ađ víkka ţann hring sem hún rćđur.
Ţađ verđa ţví oft breytingar á veđurlagi hér á landi eftir 20. ágúst - og sérlega oft nćrri höfuđdegi - en ekki alltaf.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 61
- Sl. sólarhring: 516
- Sl. viku: 3184
- Frá upphafi: 2429712
Annađ
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 2648
- Gestir í dag: 53
- IP-tölur í dag: 52
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
"haustiđ hefur náđ undirtökum allt suđur ađ röst"
Hvađ er röst?
Magnús Óskar Ingvarsson (IP-tala skráđ) 16.8.2017 kl. 16:57
Hér er átt viđ heimskautaröstina, vindstreng mikinn sem hringar sig um norđurhvel í um 10 km hćđ - ekki alltaf samfellt ţó. Á ensku nefnist hann "jet stream" eđa "polar jet stream" til ađgreiningar frá annarri meginröst, „hvarfbaugsröstinni“ ("sub-tropical jet stream") sem liggur í 11 til 14 km hćđ í kringum norđurhvel, sunnar en heimskautaröstin og markar ađ vetrarlagi norđurjađar hitabeltisins.
Trausti Jónsson, 16.8.2017 kl. 17:10
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.