Smámoli um hámarkshita

Í dag, 9. ágúst mældist hæsti hiti mánaðarins á landinu til þessa, 19,3 stig í Kvískerjum í Öræfum. Enn verður að telja líklegt að hæsti hiti mánaðarins verði hærri þegar upp verður staðið.

En samt var spurt hvenær það hefði átt sér stað síðast að hiti næði ekki 20 stigum á landinu í ágúst. Svarið er ... 1979, en þá voru veiðar ekki eins ákaft stundaðar og nú, og það munaði ekki miklu, hæsti hiti mánaðarins mældist þá 19,5 stig á Hellu og Kirkjubæjarklaustri þann 7.

Árin 1958, 1961 og 1962 náði hitinn á landinu hvergi 19 stigum í ágúst - 1958 fór hann hins vegar yfir 20 stigin í september.

Það eru um helmingslíkur á því að hæsti hiti ágústmánaðar mælist fyrstu 10 dagana - þá einnig um helmingslíkur á að hann mælist hina 21 sem eftir standa. Það eru innan við 20 prósent líkur á að hæsti hiti mánaðarins mælist síðar en þann 20. - Það var þó þannig í ágúst 2014, 2015 og 2016. Hvernig verður það nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg141124ii
  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124a
  • w-blogg141124i

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 228
  • Sl. sólarhring: 554
  • Sl. viku: 2590
  • Frá upphafi: 2410892

Annað

  • Innlit í dag: 192
  • Innlit sl. viku: 2275
  • Gestir í dag: 187
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband